The Deathly Hallows skipt í tvennt?

Warner Bros eru að íhuga það að skipta myndinni sem mun verða gerð eftir nýjustu bók Harry Potter, Harry Potter and the Deathly Hallows í tvo hluta. Þetta mun verða gert vegna lengdar bókarinnar. Að sögn heimildarmanna mun kvikmyndagerðarmönnum nýjustu myndarinnar um Harry Potter, Harry Potter and the Half-Blood Prince verið sagt frá þessari breytingu.

„Það þarf að koma svo miklu fyrir í myndinni að rökréttasta leiðin er að skipta henni í tvennt, það er einkum stór barátta Harry Potters við Voldemort sem þarf að gera vel“, sagði heimildarmaður við breska tímaritið The Mail. Eins og margir vita hefur lengd bókanna aukist með hverri útgáfu, og aðdáendur eru sagðir hafa verið ósáttir við að Harry Potter and the Order of the Phoenix (900 bls.) og Harry Potter and the Goblet of Fire (700 bls.) hafi verið troðið hvorri um sig í eina mynd.

The Deathly Hallows er áætluð að vera sýnd 2010 og orðrómar eru um að valið milli leikstjóra sé annaðhvort Guillermo del Toro (sem leikstýrði Hellboy I & II) eða Steven Spielberg.

Ljóst er að Warner Bros sjá gróða í skiptingu myndarinnar og því forvitnilegt að sjá hvort þrýstingur frá utanaðkomandi aðilum fái þá til að hvetja til skiptingarinnar, eða koma í veg fyrir hana, allt frá því hvað aðdáendur Harry Potter heimta.