The Dark Knight: Fyrstu íslensku dómarnir komnir!

Eftir að forsýningum bæði Kvikmyndir.is og Nexus á stórmynd ársins, The Dark Knight lauk í gærnótt þá dundu dómarnir á okkur og hafa haldið áfram það sem af er degi, en nú þegar hafa 5 aðilar sagt sína skoðun og dæmt myndina eftir sinni bestu getu.

Þar efstur á blaði er okkar eigin Tómas Valgeirsson sem segir m.a. „The Dark Knight hefur hreinlega rústað og léttilega sigrað allt sem að kemst að henni…Á þessu stigi get ég ekki annað en vorkennt þeim Tim Burton og Joel Schumacher…Sjaldan hef ég gengið út úr bíósal stútfullur af eins mikilli hrifningu…Augljóst kannski út frá þessu, en ég segi 10/10!

Aðrir dómar sem vekja athygli eru frá þeim Ívari Jóhanni Arnarsyni og Þórði Davíð Björnssyni, en þetta eru nöfn sem fastagestir kvikmyndir.is ættu að vera farnir að þekkja, enda hafa þeir verið duglegir að rýna myndir hjá okkur í gegnum árin. Þeir eru báðir í skýjunum með The Dark Knight og segir Ívar hana vera fullkomna og Þórður gefur henni 10 af 10 í einkunn.

Við minnum á að allir geta sagt sína skoðun og skrifað umfjöllun í gegnum undirsíðu myndarinnar hér á Kvikmyndir.is. Stígðu um borð í hype lestina og lestu dómana um bestu mynd ársins hingað til!

Smelltu hér til að lesa dómana (skrolla niður)