Tökur eru hafnar í Los Angeles á hryllingsmyndinni The Conjuring 2 með leikstjórann James Wan aftur á sínum stað.
Vera Farminga og Patrick Wilson munu endurtaka hlutverk sín sem Lorraine og Ed Warren sem ferðast til norðurhluta Lundúna til að hjálpa einstæðri móður sem elur upp fjögur börn í andsetnu húsi. Frances O´Connor mun leika móðurina.
Málið sem um ræðir er byggt á sannsögulegum atburðum og hefur verið kallað „Enfield Poltergeist“. Það átti sér stað í hverfinu Enfield á Englandi seint á áttunda áratugnum.
The Conjuring sló rækilega í gegn árið 2013. Hún kostaði aðeins 20 milljónir dala en halaði inn 180 milljónir dala í miðasölunni um heim allan, þar af 137 milljónir í Norður-Ameríku.
The Conjuring 2 er væntanleg í bíó í júní á næsta ári.