Árið 2008 voru keyptir á Íslandi 1.578.005 miðar fyrir 1.265.569.160. kr. í kvikmyndahúsum landsins. Þetta er aukning uppá 14.5% frá árinu 2007 sem er ánægjulegt í kjölfar erfiðra aðstæðna á landinu seinni helming 2008 og sýnir að Íslendingar hafa haldið tryggð við kvikmyndahúsin sem vettvang skemmtilegrar afþreyingu. Í Bandaríkjunum fór fjöldi seldra miða fór niður um 7% frá 2007.
Íslenskar myndir halda áfram að njóta mikillar velgegni, eins og spáð var í fyrra og hafa aukið hlutdeild sína frá árinu 2007 úr tæpum 9% upp í 10.5% með 3 myndir inná topp 20. Þessar myndir voru Brúðguminn, Reykjavík Rotterdam og Stóra planið sem allar nutu gríðarlegrar velgegni, jafnframt má taka fram að myndir talsettar á íslensku var einnig að finna á topp 20 en þær teljast samt ekki sem alíslensk framleiðsla.
Þegar horft er yfir árið 2008 vekur athygli að Mamma Mia halaði inn rúmlega 102 miljónum króna sem gerir hana að langstærstu mynd síðan mælingar hófust.
Ef við horfum í kringum okkur má sjá að kreppan breytti ekki hug fólks til kvikmyndahúsa þar sem aukning var í Frakklandi, Þýskalandi og Ástralíu meðan miðasölutekjur í Bandaríkjunum og Bretlandi stóðu í stað, en þess má geta að árið 2007 í Bretlandi var það besta í sögunni.
Hér er listi yfir 20 vinsælustu myndirnar á Íslandi árið 2008 raðað eftir afkomu.
1 Mamma Mia! 102.231.910 kr. 118.981 áhorfendur
2 Dark Knight 62.829.690 kr. 69.033 áhorfendur
3 Brúðguminn 60.264.550 kr. 55.300 áhorfendur
4 Quantum of Solace* 51.566.735 kr. 62.830 áhorfendur
5 Indiana Jones 4 41.953.123 kr. 48.618 áhorfendur
6 Sex And The City: The Movie 29.755.950 kr. 36.184 áhorfendur
7 Reykjavík Rotterdam 29.006.900 kr. 26.714 áhorfendur
8 Kung Fu Panda 27.998.390 kr. 40.675 áhorfendur
9 Journey To The Center Of The Earth21.800.260 kr. 25.014 áhorfendur
10 Hancock 21.059.700 kr. 23.616 áhorfendur
11 Iron Man 21.019.020 kr. 24.471 áhorfendur
12 Tropic Thunder 19.930.140 kr. 24.856 áhorfendur
13 WALL-E 19.785.230 kr. 26.790 áhorfendur
14 Stóra Planið 19.459.220 kr. 17.730 áhorfendur
15 National Treasure: Book of Secrets 16.713.470 kr. 20.526 áhorfendur
16 Madagascar: Escape 2 Africa* 16.341.045 kr. 25.653 áhorfendur
17 Horton 14.329.440 kr. 24.720 áhorfendur
18 Get Smart 14.115.210 kr. 16.942 áhorfendur
19 Wanted 14.058.810 kr. 15.675 áhorfendur
20 Step Brothers 14.031.730 kr. 17.055 áhorfendur
* – Ekki endanlegar tekjur þar sem myndin er ennþá í sýningu

