Nýtt plakat fyrir hasarmyndina Transformers: Revenge of the Fallen er komið í hús, en það birtist á vefsíðu Michael Bay seint í gærkvöldi ásamt tilkynningu og verður það því að teljast nokkuð öruggt að hér er ekki um falsað eintak á ferð.
Plakatið er svokallað teaser plakat, búið til til að kynda aðeins uppí aðdáendunum og auka eftirvæntinguna. Plakatið má sjá hér fyrir neðan, smellið á það fyrir betri upplausn.
Transformers: Revenge of the Fallen kemur í bíó 26.júní 2009 og verður ein af stærri sumarmyndum þessa árs.


