TDK sýnd aftur í viku!

Stórmyndin The Dark Knight sem notið hefur gríðarlegra vinsælda víðsvegar um
heim hefur verið tekin aftur til sýningar í SAMbíóunum sökum eftirspurnar.

Viljum við benda áhugasömum kvikmyndaáhugamönnum að myndin verður einungis
sýnd í eina viku en þetta er allra síðasta tækifæri að sjá eina af bestu
myndum síðari ára á hvíta tjaldinu.

Sýningar hefjast föstudaginn 31 október í SAMbíóunum Álfabakka kl. 22:10.


Mitt álit:
Endilega skella sér aftur. Myndin – að mínu mati allavega – verður aðeins betri með hverju áhorfi, og hingað til hef ég séð hana 6 sinnum 🙂