Taugatrekkjandi hrollur – Stikla

Framleiðendur Paranormal Activity myndanna munu frumsýna nýja, og aðeins öðru vísi hryllingsmynd snemma á næsta ári. Miðað við stikluna hér að neðan þá virðist sem þeir séu komnir aðeins yfir í vísindaskáldsögugírinn.
Stiklan er amk. verulega taugatrekkjandi.

Dark Skies fjallar um þau Lacey og Daniel Barret, leikin af þeim Keri Russell og Josh Hamilton, en þau eru hamingjusamlega gift og búa í úthverfi ásamt sonum sínum.

En skyndilega fara skrýtnir hlutir að gerast; furðuleg ljós, skrýtin inngrip inn á heimilinu og ógnvænlegir atburðir af ýmsum toga. Síðan verður allt brjálað þegar áverkar finnast á líkama annars sonar þeirra og strákarnir fara báðir að láta eins og þeir séu haldnir illum anda.  En í stað einhverra djöfla eða drauga, gæti verið að þetta séu geimverur af einhverju tagi, sem hafi illt í hyggju?

Það er amk. möguleiki miðað við það sem kemur fram í stiklunni.

Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum 22. febrúar nk.