Ítalski leikstjórinn Enzo Castellari segist ætla að gera kvikmynd þar sem bæði upprunalegi „Django“ leikarinn Franco Nero og bandaríski leikstjórinn Quentin Tarantino koma fram í örhlutverkum ( Cameo ).
Castellari er einn af síðustu starfandi ítölsku spaghettívestraleikstjórunum, en hann segir að Tarantino hafi lofað að koma fram í mynd sinni.
Myndin heitir Badlanders, en í myndinni verður einnig lítið hlutverk fyrir Franco Nero, en árið 1966 lék hann aðalsöguhetjuna í spaghettívestra Sergio Corbucci, Django, en nýjasta mynd Quentin Tarantino, Django Unchained, sótti sér innblástur til þeirrar myndar.
Smelltu hérna, hérna og hérna, til að lesa greinar Gunnar Theodórs Eggertssonar um Sergio Corbucci hér á kvikmyndir.is
„Við erum að byrja aftur að gera vestra, og Tarantino lofaði að hann myndi leika lítið hlutverk í myndinni,“ sagði hinn 74 ára gamli Castelli við ítalska blaðamenn í ítalska blaðinu La Stampa.
Castellari, sem er best þekktur fyrir mynd sína Keoma frá árinu 1976, með Nero í aðalhlutverkinu, sagði að Tarantino hefði hjálpað til við að endurvekja ítalska vestraformið.
Ekki er enn vitað útá hvað Badlanders gengur.
Tarantino hefur ekki enn tjáð sig opinberglega um hlutverkið í myndinni.