Kvikmyndaleikstjórinn Quentin Tarantino hefur átt annríkt síðustu vikur og mánuði við að byggja upp leikmynd og andrúmsloft fyrir nýjustu kvikmynd sína um fjöldamorðingjann Charles Manson og sértrúarsöfnuð hans, sem myrti leikkonuna Sharon Tate m.a.
Myndin gerist síðla á sjöunda áratug síðustu aldar, og segir frá sjónvarpsleikara, sem Leonardo DiCaprio leikur, og áhættuleikara, sem Brad Pitt leikur, og tilraunum þeirra til að fá verkefni í Hollywood, en svo vill til að þeir búa í næsta húsi við Sharon Tate og franska leikstjórann Roman Polanski, eiginmann Tate, sumarið 1969.
Á síðustu vikum og mánuðum hafa reglulega birst fréttir af leikurum sem ráðnir hafa verið til verkefnisins, fólki eins og Maya Hawke, dóttur Ethan og Uma Thurman, í hlutverki Flower Child, Lena Dunham sem Catherine Louise “Gypsy” Share, sem var meðlimur í söfnuði Manson, Rumer Willis, Dreama Walker, Margaret Qualley, Costa Ronin, Victoria Pedretti og Madisen Beaty.
Þá er nú búið að finna leikara til að leika þá Manson og Polanski, en þeir eru Damon Herriman og Rafal Zawierucha.
Hér fyrir neðan má sjá mynd af leikurunum og fyrirmyndunum, en kvikmyndin, Once Upon a Time in Hollywood verður frumsýnd næsta sumar.