Tarantino: "Ég þoli ekki þetta stafræna dót"

Quentin Tarantino fullyrðir í nýlegu viðtali við Hollywood Reporter að hann vilji ekki gera kvikmyndir í framtíðinni. Sú framtíð sem hann sjái í kvikmyndageiranum henti honum ekki.

Það er þekkt að Tarantino myndar kvikmyndir sínar einungis á gömlu góðu filmuni og að hann hafi óbeit á stafrænum myndavélum.

“Ég þoli ekki þetta stafræna dót” segir hann og heldur áfram “Þetta er ekki það sem ég skrifaði undir til að byrja með”

Þrátt fyrir þessar fullyrðingar þá hefur verið tilkynnt að þriðja Kill Bill myndin verði gerð og mun Tarantino leikstýra henni.

Tarantino vill hinsvegar einbeita sér að skrifa skáldsögur, kvikmyndabækur og kvikmyndagagnrýni í framtíðinni og óskum við honum góðs gengis en vonum á sama tíma að honum snúist hugur.