Tarantino: Batman er ekki áhugaverður

tarantinoBandaríski leikstjórinn Quentin Tarantino er ekki feiminn að tjá sig um ólíkustu hluti er snúa að kvikmyndum. Í nýju samtali við franska blaðið Les Inrockuptibles, sem vefsíðan The Playlist lét þýða yfir á ensku, segir Tarantino að hann hafi ekki áhuga á Batman myndum, þar sem hann sé ekkert hrifinn af aðalhetjunni, Batman sjálfum.

„Ég verð að viðurkenna að ég hef eiginlega ekki skoðun á því,“ sagði hann þegar hann var spurður út í ráðningu Ben Affleck í hlutverk ofurhetjunnar. „Afhverju? Jú, af því að Batman er ekki mjög áhugaverð persóna. Sama hvaða leikari er í hlutverkinu. Það er í raun ekki mikið til að túlka. Ég held að Michael Keaton hafi gert þetta best, og ég óska Ben Affleck góðs gengis. En maður spyr sig, hver ætli gæti hafa orðið frábær Batman? Alec Baldwin á níunda áratug síðustu aldar.“