Takið frá 21. ágúst! Avatar-sýnishorn í þrívídd

Eftirfarandi er fréttatilkynning frá Senu:

Þann 21. ágúst n.k. kl. 17:30 viljum við hjá Senu bjóða þér að sjá 15 mín. sýnishorn úr stórmynd James Camerons, AVATAR í þrívídd (3-D) í sal 1 í Smárabíó. Á undan sýnishorninu verður sýnd stutt kynning frá sjálfum James Cameron (sem síðast gerði Titanic) þar sem hann ræðir myndina og þá byltingarkenndu tækni sem notuð var við gerð myndarinnar. Einnig munum við sýna fyrsta trailer myndarinnar, svokallaðan tíser trailer. Boðið verður upp á léttar veitingar á undan og á slaginu kl. 18 byrjar ballið. Við vonum að þú sjáir þér fært að mæta. Taktu daginn frá því sjón er sögu ríkari!