Bossar í bíómyndum

Fyrr í vikunni birtum við mynd af leikaranum Ashton Kutcher í hlutverki Steve Jobs, en myndin jOBS um Steve Jobs stofnanda Apple tölvufyrirtækisins verður frumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í Bandaríkjunum í janúar nk. Til gamans þá eru hér að neðan myndir af fleiri leikurum sem leikið hafa forstjóra í bíómyndum:   James Woods lék síðasta forstjóra […]

DiCaprio og Scorsese saman á ný í The Gambler?

Kvikmyndaleikarinn Leonardo DiCaprio mun samkvæmt deadline.com vefsíðunni ætla að leika í myndinni The Gambler, og mögulega mun hann þar enn á ný vinna undir stjórn kvikmyndaleikstjórans Martin Scorsese. Félagarnir unnu síðast saman við Shutter Island, og þar á undan við Óskarsverðlaunamyndina The Departed, en myndin var m.a. valin besta mynd ársins og Scorsese fékk Óskar […]

Saga rokkara og ljósmyndara á leið á hvíta tjaldið

Bókin Just Kids eftir rokkstjörnuna Patti Smith, er á leið á hvíta tjaldið. Patti vann the National Book Award fyrir bókina í flokki bóka sem ekki eru skáldsögur. Patti Smith skrifar sjálf handritið að myndinni ásamt John Logan, sem skrifaði myndir eins og Aviator og Hugo. Bókin segir frá sambandi Smith og hins vel þekkta […]

American Gods gerð að sjónvarpsþáttum

Playtone framleiðslufyrirtækið með Tom Hanks og Gary Goetzman í fararbroddi eru í viðræðum við sjónvarpsstöðina HBO um að gera sjónvarpsþætti upp úr frægri bók Neil Gaiman, American Gods. Robert Richardson er fyrirhugaður handritshöfundur þáttanna, en Gaiman ku skrifa upphafsþáttinn með honum. Þeir Playtone menn hafa áður unnið vinsæla sjónvarpsþætti með HBO, líkt og Big Love, […]

Nolan fer úr Batman í Howard Hughes

Nú er komið á hreint hvað leikstjórinn Christopher Nolan mun taka sér fyrir hendi eftir að hann lýkur við þriðju og seinustu Batman myndina, The Dark Knight Rises. Fyrir mörgum árum stóð til að Nolan leikstýrði kvikmynd sem byggð yrði á lífi auðjöfursins og sérvitringsins Howard Hughes, en þegar ljóst varð The Aviator, sem einnig […]