Joker orðin arðbærasta teiknimyndasögukvikmynd allra tíma

Joker, eftir Todd Philips, með Joaquin Phoenix í aðalhlutverkinu, er, samkvæmt vef Forbes, orðin arðbærasta kvikmynd allra tíma sem gerð er eftir teiknimyndasögu. Tekjur myndarinnar af sýningum á heimsvísu nema nú 953 milljónum bandaríkjadala. Hagnaðurinn er mikill, því kostnaður við gerð myndarinnar var einungis 62,5 milljónir dala. Til samanburðar má geta þess að önnur vinsæl […]

Pitt hlær að Scarlett

Michael Pitt, sem er best þekktur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Boardwalk Empire, hefur verið ráðinn í hlutverk aðal þorparans í myndinni Ghost in the Shell, sem byggð er á japanskri Manga teiknimyndasögu. Leikstjóri verður Rupert Sanders. Myndin hefur verið lengi í undirbúningi, en nú sér loks fyrir endann á honum, og tökur hefjast síðar […]

Þriggja hæða risi á leiðinni

Warner Bros hefur keypt kvikmyndaréttinn að teiknimyndasögunni „3 Story: The Secret History of the Giant Man,“ eða Þriggja hæða: Hin leynilega saga risastóra mannsins, sem gefin er út af Dark Horse Comics og er eftir Matt Kindt. Dustin Lance Black, sem fékk Óskarsverðlaunin fyrir handritið að Milk, hefur verið ráðinn til að skrifa handritið og […]