Downfall leikari látinn

Svissneski leikarinn Bruno Ganz, sem fór eftirminnilega með hlutverk Hitlers í kvikmyndinni Downfall, eða Der Untergang eins og myndin heitir á frummálinu, er látinn, 77 ára að aldri. Hann lést í Zurich í heimalandinu, eftir löng veikindi. Ganz lék einnig engil í kvikmyndinni Wings of Desire, og var rödd dauðans í nýjustu kvikmynd Lars von […]

Willis bombar Japani

Hasarleikarinn Bruce Willis hefur átt nokkuð misjöfnu gengi að fagna í bíóhúsum síðustu misseri, og sumar mynda hans hafa jafnvel ekki ratað alla leið þangað, heldur farið beint á DVD og/eða VOD. Síðasta mynd sem var með honum í bíó var Death Wish en eins og segir á Movieweb átti sú mynd að marka endurkomu […]

Hefna sín og ræna dóppeningum

Tvær Hollywood stjörnur sem hafa í gegnum tíðina komist í fjölmiðla fyrir misjöfn uppátæki, misoft þó, þeir Colin Farrell og Mel Gibson, ætla að leiða saman hesta sína í nýrri spennumynd, War Pigs, eftir Tommy Wirkola. Nick Ball og John Niven skrifuðu handritið, sem fyrst hét The Takedown. War Pigs fjallar um hóp reiðra og […]

Ofurhermenn í fyrstu Overlord stiklu

Nokkur dulúð hefur umlukið hrollvekjuna Overlord, nýja mynd í framleiðslu Stjörnustríðs- og Star Trek mannsins J.J. Abrams. Á tímabili var talið að þarna væri á ferð mynd úr Cloverfield myndaflokknum, og þá sú fjórða í röðinni, en Abrams hefur neitað þeim sögusögnum. Í dag var nokkru af dulúðinni létt af myndinni þegar frumsýnd var fyrsta stikla, […]

Nóg að komast lífs af

Í stuttu máli er „Dunkirk“ sjónræn upplifun eins og hún gerist best og fangar veruleika stríðs á frumlegan og áhrifaríkan hátt. -Taka skal fram að endanum er að hluta ljóstrað upp í lok gagnrýni – Árið 1940 í seinni heimsstyrjöldinn hefur þýski herinn króað af breska og franska hermenn og neytt um 400.000 þeirra til […]

Nasistaleiðtogi er skotmarkið – Fyrsta stikla úr The Man With the Iron Heart

Eftir velgengni glæpatryllisins The Connection, sem var með franska leikaranum Jean Dujardin í aðalhlutverki, þá snýr leikstjórinn Cédric Jimenez nú aftur með nýja mynd, Seinni heimsstyrjaldartryllinn The Man With the Iron Heart,  og enn fleiri fræga leikara í leikarahópnum. Aðalhlutverkið er í höndum Jason Clarke og Rosamund Pike en Jack O’Connell, Jack Reynor og Mia Wasikowska, fara einnig […]

Cooper verður fallhlífarhermaður fastur á óvinalandi

Bradley Cooper hefur verið ráðinn í hlutverk fallhlífarhermanns sem starfar í óvinalandi, í Seinni heimstyrjaldarmyndinni Atlantic Wall.  Gavin O´Connor mun leikstýra eftir handriti Zach Dean. Myndin fjallar um fallhlífarhermann sem er strandaglópur öfugu megin víglínunnar, nokkrum klukkustundum áður en bandamenn ráðast inn í Normandí í Frakklandi. Verkefni hans er að útvega upplýsingar sem geta haft […]

Nolan í stríði í Dunkirk – Fyrsta kitla!

Fyrsta kitla er komin út fyrir nýjustu mynd The Dark Knight og Inception leikstjórans Christopher Nolan, en það er óhætt að segja að myndarinnar, Dunkirk, sé beðið með nokkurri eftirvæntingu, enda á Nolan traustan aðdáendahóp um allan heim. Hingað til hefur ekki mikið frést af myndinni, nema að tökur standi yfir í Frakklandi og að […]

Oldman forsætisráðherra

Breski Batman leikarinn Gary Oldman er líklegur til að túlka innan skamms einn af þekktustu stjórnmálamönnum Breta á 20. öldinni, en hann á nú í viðræðum um að leika Winston Churchill, forsætisráðherra Breta, í mynd Joe Wright, Darkest Hour. Handrit skrifar The Theory of Everything höfundurinn Anthony McCarten, og mun myndin gerast í Bretlandi árið 1940, einu […]

Pitt og seinni heimsstyrjöldin saman á ný

Tökur eru hafnar í London á enn einni seinni heimsstyrjaldar-mynd Brad Pitt, Allied, sem leikstýrt er af Robert Zemeckis. Aðalkvenhlutverkið er í höndum Marion Cotillard. Frumsýningardagur hefur verið ákveðinn 23. nóvember á þessu ári. Seinni heimsstyrjöldin hefur verið Pitt hugleikin upp á síðkastið. Skemmst er að minnast skriðdrekamyndarinnar Fury eftir David Ayer, og þar á […]

Kynlífsfræðingur í spennutrylli

Aðalleikkonan í sjónvarpsþáttunum Kynlífsfræðingunum, Masters of Sex, sem sýndir eru á RÚV, Lizzy Caplan, hefur verið ráðin í hlutverk í nýjan rómantískan spennutrylli leikstjórans Robert Zemeckis, en Brad Pitt og Marion Cotillard eru í stærstu hlutverkunum. Pitt og Cotillard munu leika leigumorðingja sem verða ástfangnir þegar þau eru með það verkefni að drepa þýskan foringja í seinni […]

Metaðsókn á Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum

Heimildarmyndin Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum er mest sótta Íslenska heimildarmynd ársins, samkvæmt tilkynningu frá Bíó Paradís, sem sýnir myndina. Í síðustu viku var myndin þriðja mest sótta íslenska kvikmyndin, á eftir Everest og Þröstum, og var mest sótta heimildarmynd vikunnar.  „Myndin hefur hlotið einróma lof. Hún hefur verið sýnd við góðar viðtökur í Bíó Paradís og […]

Vaughn í mynd um hetju sem neitar að skjóta

True Detective leikarinn Vince Vaughn mun leika í næstu mynd leikstjórans Mel Gibson, Hacksaw Ridge sem byggð er á sannsögulegum atburðum. Myndin fjallar um Desmond Doss, fyrsta manninn í sögu Bandaríkjanna sem neitaði að beita ofbeldi í hernaði á grundvelli samvisku sinnar en fékk æðstu viðurkenningu Bandaríkjanna, Medal of Honor. Vaughn slæst þar með í hóp með Andrew Garfield […]

Pitt í rosalegri skriðdrekamynd

Nýjar myndir hafa verið birtar úr nýjustu mynd Brad Pitt, Fury, sem gerist í Seinni heimsstyrjöldinni og er leikstýrt af David Ayer. Myndinni lýsir Ayer í stuttu máli sem rosalegri skriðdrekamynd, en í helstu hlutverkum öðrum eru Shia LaBeouf, Logan Lerman, Michael Peña og Jon Bernthal. Um aðalleikarana segir Ayer í viðtali við People tímaritið: „Hann […]