Myndbrellumeistarar í krísu

Þeir Bill Westenhofer, Guillaume Rocheron, Erik De Boer og Donald Elliott unnu allir Óskarsverðlaun fyrir myndbrellur sínar við kvikmyndina Life of Pi á síðasta ári. Margir vita eflaust ekki að fyrirtækið sem þeir unnu fyrir, Rhythm & Hues, varð gjaldþrota aðeins tveim vikum áður en þeir fengu styttuna góðu. Ný stikla úr heimildarmynd sem var mynduð við gerð Life of […]

Óskarsverðlaunin afhent í Hollywood

Ben Affleck tók klökkur við styttunni frægu þegar Argo var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles í nótt. Argo fékk einnig verðlaun í flokki fyrir handrit byggt á aðlöguðu efni og fyrir myndvinnslu. Life of Pi fékk fern verðlaun og var leikstjóri myndarinnar Ang Lee valinn besti leikstjórinn. Það undraði engan þegar Daniel Day-Lewis […]

Fá Skyfall og Day-Lewis BAFTA verðlaunin í kvöld?

BAFTA verðlaunin, sem gjarnan eru kölluð bresku Óskarsverðlaunin, verða afhent í kvöld. Talið er að Daniel Day-Lewis muni halda þar áfram sigurgöngu sinni, en hann er talinn líklegastur til að vinna BAFTA verðlaunin fyrir leik sinn í aðalhlutverki í Lincoln, mynd Steven Spielberg um Abraham Lincoln 16. forseta Bandaríkjanna. Day-Lewis hefur nú þegar unnið Golden Globe […]

The Descendants er besta mynd 2012

Við áramót er það góður siður að gera topplista fyrir árið sem er nýliðið. Vignir Jón Vignisson á kvikmyndavefnum Svarthöfða hefur tekið saman tuttugu bestu myndir ársins 2012. Í samantekt hans segir að árið hafi verið býsna gott bíóár „þar sem einna mest fór fyrir risavöxnum og tilkomumiklum ofurhetjumyndum eins og The Avengers, The Amazing Spider-Man og The […]

Frumsýning: Life of Pi

Sena frumsýnir myndina Life of Pi á næsta föstudag, þann 21. desember. Life of Pi er gerð eftir samnefndri metsölubók Yann Martels og segir sögu af ungum Indverja, Piscine „Pi“ Patel, sem lendir í heldur betur óvenjulegum aðstæðum úti á rúmsjó. Sjáðu stikluna úr myndinni hér að neðan: Í tilkynningu frá Senu kemur fram að […]

Skyfall aftur á toppinn í USA – setur ný met

Skyfall, nýjasta James Bond myndin, heldur áfram að setja ný met. Um helgina varð hún tekjuhæsta mynd sem Sony fyrirtækið hefur komið að frá upphafi, en nú hafa 918 milljónir Bandaríkjadala komið inn í tekjur af sýningum myndarinnar um heim allan. Sony dreifir myndinni og markaðssetur í samstarfi við MGM. Gamla metið átti Spider-Man 3; […]

Í kínversku kvikmyndahúsi – seinni hluti

Bergur Ísleifsson ritstjóri Mynda mánaðarins dvelur nú í Kína. Hér fyrir neðan er annar hluti pistils sem hann sendi kvikmyndir.is um dvöl sína í landinu,  en Bergur er núna á leið í bíó að sjá myndina Life of Pi. Þessi seinni hluti er framhald fyrri hlutans sem finna má hér. Jæja … ég keypti mér sem sagt miða […]

Í kínversku kvikmyndahúsi – fyrri hluti

Bergur Ísleifsson ritstjóri Mynda mánaðarins dvelur nú í Kína. Hér fyrir neðan er pistill sem hann sendi kvikmyndir.is um dvöl sína í landinu,  en við sögu kemur meðal annars stórundarlegt kínverskt kvikmyndaplakat með íslenskum texta og íslenskum kennileitum! Lesið pistilinn hér að neðan: Þeir sem þekkja mig vita að í október 2011 ákvað ég að fara […]

Stærsta þakkargjörðarhelgi sögunnar

Tekjur af sýningu bíómynda nú um þakkargjörðarhelgina í Bandaríkjunum námu alls 288 milljónum Bandaríkjadala, sem er nýtt met þar í landi. Gamla metið var sett árið 2009, en þá voru tekjur af bíómyndum þessa helgi, 268 milljónir dala. The Twilight Saga: Breaking Dawn Part 2 var á toppnum eftir helgina, aðra helgina í röð, og James […]

Twilight og Bond sigra jólasveininn

Í Bandaríkjunum er þakkargjörðarhátíð og því löng helgi, sem byrjaði sl. fimmtudag á Þakkargjörðardaginn. Kvikmyndaframleiðendur reyna gjarnan að bjóða upp á nýjar fjölskyldumyndir þessa helgi, en frumsýndar voru myndirnar Rise of the Guardians, sem er teiknimynd þar sem Jólasveinninn, páskakanínan, tannálfurinn, Snæfinnur snjókarl og Óli lokbrá sameinast í baráttunni gegn vonda kallinum, og Life of […]

Bátsferð Pi vaknar til lífsins

Í meira en áratug núna hefur leikstjórinn Ang Lee aðlagað skáldsögur, smásögur og jafnvel myndasögur að hvíta tjaldinu og í heildina hefur kappanum tekist vel til. Í takt við ferilinn þá er nýjasta verkefni hans einnig aðlögun, en í þetta skiptið er það kanadíska skáldsagan Life of Pi. Það eru heil 3 ár síðan að […]