Myndbrellumeistarar í krísu

Þeir Bill Westenhofer, Guillaume Rocheron, Erik De Boer og Donald Elliott unnu allir Óskarsverðlaun fyrir myndbrellur sínar við kvikmyndina Life of Pi á síðasta ári. Margir vita eflaust ekki að fyrirtækið sem þeir unnu fyrir, Rhythm & Hues, varð gjaldþrota aðeins tveim vikum áður en þeir fengu styttuna góðu.

Ný stikla úr heimildarmynd sem var mynduð við gerð Life of Pi og í kringum gjaldþrotið hefur verið sýnd. Heimildarmyndin grefur djúpt inn í kvikmyndaiðnaðinn og spyr m.a. hvernig kvikmyndir í dag væru ef myndbrellufyrirtæki væru ekki til staðar.

Heimildarmyndin verður síðan sýnd á heimasíðunni HollwoodEndingMovie.com þann 25. febrúar næstkomandi.

Stikk: