Lengsta ofurhetjumynd allra tíma


Það er ekki lengdin sem öllu máli skiptir, heldur skemmtanagildið.

Justice League útgáfa Zacks Snyder verður ekki gefin út í fjórum hlutum eins og áður var gefið upp, heldur sem ein risamynd - cirka 240 mínútur að lengd. Um er þá að ræða lengstu ofurhetjumynd sem hingað til hefur verið gerð og verður hún bönnuð börnum yngri en 17 ára… Lesa meira

Wonder Woman 3 í bígerð


WW84 hefur verið á vörum margra yfir hátíðirnar.

Framleiðsla á þriðju kvikmyndinni um Wonder Woman er þegar hafin og mæta þær Gal Gadot og Patty Jenkins leikstjóri aftur til leiks til að klára þríleikinn.Kvikmyndaverið Warner Bros. tilkynnti þetta um leið og aðsókn og áhorfstölur streymdu inn fyrir Wonder Woman 1984. Myndin var frumsýnd víða um heim í kvikmyndahúsum… Lesa meira

Fleiri æfir yfir HBO Max herferðinni: „Ólöglegt niðurhal mun sigra“


Leikstjóri Dune er ekki bjartsýnn á framhaldsmynd.

Það fór aldeilis ekki lítið fyrir tilkynningu kvikmyndaversins Warner Bros. þegar ákveðið var að gjörbreyta útgáfuplani 17 væntanlegra stórmynda. Ákvörðunin felur það í sér að gefa kvikmyndir félagsins út á streymisþjónustu HBO Max á sama tíma og þær eiga að lenda í bíóhúsum. Þetta skipulag kom mörgu kvikmyndagerðarfólki í opna… Lesa meira

Í vinnu hjá verstu streymisþjónustunni


Christopher Nolan telur kvikmyndaverin nota faraldurinn sem afsökun

Christopher Nolan, hinn virti kvikmyndagerðarmaður, er ekki par sáttur með ákvörðun Warner Bros. um að gefa kvikmyndir félagsins út á streymisþjónustu HBO Max á sama tíma og þær eiga að lenda í bíóhúsum vestanhafs. Hann segir þetta skipulag hafi komið mörgu kvikmyndagerðarfólki í opna skjöldu og séu stór mistök þegar… Lesa meira

Segir bíóin ekki vera í útrýmingarhættu


Soderbergh er vongóður um framtíð kvikmyndahúsa.

Kvikmyndagerðarmaðurinn Steven Soderbergh er bjartsýnn á framtíð kvikmyndahúsa og telur ólíklegt að streymisveitur taki alfarið við dreifingu kvikmynda. Bíóiðnaðurinn hefur tekið miklum stakkaskiptum vegna Covid-19, lokunum kvikmyndahúsa og frestunum á stórmyndum. Með aukinni notkun Netflix og tilkomu nýrra streymisveitna á borð við Disney+ og HBO Max, er víða deilt um… Lesa meira

HBO Max á Íslandi: Aðgengilegt seinni hluta næsta árs


Bara tæpt ár til stefnu!

Streymisveitan HBO Max verður aðgengileg á Íslandi árið 2021. Í fréttatilkynningu frá Andy Forssell, forstjóra HBO Max Global, kemur fram að streymið muni stækka við sig og verða fáanlegt á Evrópumarkaði og Suður-Ameríku upp úr síðari hluta næsta árs. Litla Ísland fær að fljóta með í þeim hópi. Streymið opnaði… Lesa meira