Bandaríski Óskarstilnefndi leikarinn Samuel L. Jackson er ekki ókunnugur hlutverki leigumorðingjans, en skemmst er að minnast frábærrar frammistöðu hans í mynd Quentin Tarantino, Pulp Fiction. Nú ætlar Jackson að taka upp byssuna á nýjan leik, en í þetta sinn í gamanmynd með gamanleikaranum frábæra Kevin Hart, sem lék nýlega í hinni bráðskemmtilegu spennu-gamanmynd Ride Along ásamt Ice Cube.
Myndin heitir The Black Phantom, en upphaflega átti Jamie Foxx að leika hlutverkið sem Jackson tók að sér, en myndin rakst á endanum á við önnur verkefni og hann þurfti því að gefa The Black Phantom upp á bátinn.
Black Phantom fjallar um leigumorðingja sem þarf að leggja á flótta þegar vinnuveitendur hans stinga hann í bakið. Það sem er þó öllu verra fyrir hann er að vinnuveitendur hans fyrrverandi hafa ráðið leigumorðingjann Black Phantom, eða Svarta drauginn, til að má hann af yfirborði jarðar.
Leikstjóri verður Tim Story og aðalframleiðandi Will Packer, en þeir félagar voru einnig á bakvið fyrrnefnda Ride Along, sjá plakatið fyrir þá mynd hér fyrir neðan: