Superman fastur í lagaflækju

Jú það er fleira en Kryptonít sem virðist geta drepið Superman. Það sýndist og sannaðist í síðustu mynd þar sem Lex Luthor átti að vera hans helsti erki óvinur, en þess í stað var það kvikmyndaverið, leikstjórinn og framleiðendurnir. „Epísk“ endurræsing á seríunni sem endar á því að Superbaby er fætt…

Jerry Seigel, einn höfunda Superman, hefur nú tapað máli fyrir rétti gegn Warner Brothers og DC comics. En Warner Brothers verða hins vegar að hefja tökur á nýrri Superman bíómynd fyrir lok 2011.

Lagalega flækjan:

Jerry hafði gert samning við DC og Warner Brothers að hann fengi ágóða af Superman bíómyndum sem kæmu út. En vegna þess að engin Superman bíómynd hefur komið út í langan tíma þá taldi hann það brot á samningnum og því mætti hann rifta honum. Dómarinn dæmdi Warner Brothers og DC comics í hag en gegn því að þeir hefðu framleiðslu á nýrri mynd fyrir lok 2011. Annars fær Jerry réttinn aftur sem og skaðabætur fyrir öll þau ár sem liðið hafa frá síðustu mynd. Ef þeir hins vegar gera nýja mynd þá halda þeir réttinum áfram um ókomin ár.

Þannig að tæknilega þá eru fyrirtækin þvinguð til að búa til nýja mynd. Eru þetta góðar eða slæmar fréttir fyrir Superman aðdáendur, eða eru þeir útdauðir eftir Superman Returns ?