Glæný stikla er lent ásamt plakati fyrir framhaldsmyndina Beetlejuice Beetlejuice en myndin er væntanleg þann 6. september næstkomandi. Líkt og nafnið gefur til kynna er hér um að ræða framhald af hinni stórfrægu Beetlejuice frá 1988 og er Tim Burton aftur sestur í leikstjórastólinn.
Beetlejuice er gamansöm draugasaga og fjallar um ung hjón sem lenda í bílslysi og deyja. Þau snúa síðan aftur sem draugar og fara heim til sín. Í fyrstu virðist allt eins og áður, en fljótlega koma aðrir lifandi íbúar til að búa í húsinu, draugunum til lítillar ánægju. ...
Vann Óskarsverðlaun fyrir förðun.
Þau Michael Keaton, Winona Ryder og Catherine O’Hara eru mætt aftur í sínar rullur og nýliðarnir eru ekki af verri endanum en með aukahlutverk fara þau Jenna Ortega, Justin Theroux, Monica Bellucci, Willem Dafoe og Arthur Conti.
Hér að neðan má sjá nýju stikluna ásamt opinberu veggspjaldi myndarinnar sem svipar skemmtilega til upprunalega plakatsins.