Streep að verða stórmennið Thatcher

Stórleikkonan Mery Streep á nú í viðræðum um að taka að sér hlutverk sjálfrar járnfrúarinnar, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, Margaret Thatcher. Eiginmaður hennar Denis, verður leikinn af Jim Broadbent.

Leikstjóri á að vera Phyllida Lloyd, en myndin á að gerast árið 1982 og fjalla um það þegar Thatcher reynir að bjarga sínum pólitíska ferli síðustu 17 dagana í aðdraganda Falklandseyjastríðsins. Stríðið sem stóð síðan í tvo og hálfan mánuð hafði mikil áhrif á Thatcher, sem eftir að hafa sigrað stríðið, sá stuðning almennings við sig tvöfaldast og náði síðan endurkjöri.

Ef að samningar nást við Streep, þá myndi þetta verða mesta stórmennið sem Streep hefur túlkað hingað til í bíómynd, en hún hefur fengið Óskarsverðlaun fyrir túlkun sína á öðrum sannsögulegum persónum, svo sem Karen Silkwood, Susan Orlean og matreiðslumeistaranum Julia Child.

Lloyd, sem er breskur leikstjóri þekktur fyrir vinnu sína í óperuheiminum, leiddi fram allt hið besta í Streep þegar hann leikstýrði henni í Mamma Mia, en sú mynd þénaði meira en 600 milljónir Bandaríkjadala árið 2008 um heim allan.