Stóra Planinu vel tekið í Rotterdam

 Kvikmynd Ólafs Jóhannessonar, Stóra planið hlaut góðar viðtökur á nýlokinni kvikmyndahátíðinni í Rotterdam. Er hátíðin svokölluð A-hátíð, og er meðal virtustu kvikmyndahátíða í heiminum. Stóra planið var eina íslenska kvikmyndin sem tók þátt í hátíðinni.

Stóra planið, eða The Higher Force eins og hún heitir erlendis var vel tekið af áhorfendum, jafnt sem gagnrýnendum. Tveir Hollenskir gagnrýnendur gáfu myndinni fjórar stjörnur og sögðu hana vera ,,afbragðsdæmi um þurran og dökkan norrænan húmor sem fólk ætti ekki að láta framhjá sér fara“.

Opnunarmynd hátíðarinnar var The Hungry Ghost í leikstjórn Michael Imperioli (The Sopranos), en hann fór með hlutverk í Stóra planinu. Er einn framleiðandi The Hungry Ghosts leikarinn Stefan Schaefer en fór hann með eitt aðalhlutverk Stóra plansins. Kynntust þeir við tökur á Stóra planinu hérlendis.

Nokkrir af leikurum The Hungry Ghost fara með hlutverk í væntanlegri sjónvarpsmynd Ólafs, Hringfararnir (e. Circledrawers), ásamt mörgum af frægari leikurum þjóðarinnar.

Í helstu hlutverkum í Stóra planinu eru Pétur Jóhann Sigfússon, Eggert Þorleifsson, Ingvar E. Sigurðsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Benedikt Erlingsson, Stefan Schaefer og Michael Imperioli. Síðasta kvikmynd Ólafs er The Amazing Truth About Queen Raquela.