Stjörnum prýdd tilvistarkreppa

Will Smith er í mikilli tilvistarkreppu í fyrstu stiklunni fyrir nýjustu mynd sína Collateral Beauty.

Myndin er eftir Devil Wears Prada leikstjórann David Frankel, og er stjörnum prýdd. Auk Smith leika í myndinni Keira Knightley, Edward Norton, Kate Winslet, Helen Mirren, Michael Pena, Naomi Harris, Enrique Murciano, Kyle Rogers og Natalie Gold.

Sagan fjallar um mann, sem eftir mikinn harmleik í hans lífi, lendir í mikilli sálar – og tilvistarkreppu, sem leiðir hann á braut nýrra uppgötvana og breytinga.

colalteral will smithMyndin kemur í bíó 30. desember hér á landi.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan: