Ben Stiller ( Zoolander ) og Vince Vaughn ( The Cell ) eru að fara að leika saman í kvikmyndinni um Starsky og Hutch, en það voru einmitt vinsælir lögguþættir sem gengu í bandaríska sjónvarpinu frá 1975-1979. Myndinni verður leikstýrt af Todd Philips ( Roadtrip ) og framleidd af Stiller sjálfum, í gegnum framleiðslufyrirtæki hans Red Hour Films. Þá er spurningin, hvor verður Starsky og hvor verður Hutch?

