Stiller á fjallstindi

Ben Stiller heldur áfram háloftagöngu sinni á nýju plakati úr myndinni The Secret Life of Walter Mitty. Nú er hann ekki á vappi yfir stórborginni New York, heldur er hann kominn út í náttúruna og fyrir neðan hann er fjall. Ekki virðist vera um íslenskt fjalla að ræða, þó svo að myndin hafi verið tekin hér á landi að hluta, en ef einhver kannast við fjallið þá eru allar ábendingar vel þegnar.

Sjáðu plakatið hér fyrir neðan:

ben stiller

The Secret Life of Walter Mitty er leikstýrt af Ben Stiller sem einnig skrifar handritið og leikur aðalhlutverkið. Myndin er endurgerð á samnefndri mynd frá árinu 1947 með Danny Kaye í aðalhlutverkinu.

Walter í túlkun Stiller er uppburðarlítil og hikandi manngerð, sem starfar sem myndstjóri hjá tímaritinu Life í New York. Hann lifir lífi sínu í gegnum dagdrauma. Þegar ein af myndunum sem hann er að vinna með týnist, þá þarf hann að fara í alvöru ævintýraferð og kemst að því úr hverju hann er í raun gerður, og hverju hann getur áorkað.

Aðrir leikarar eru Adam Scott, Sean Penn, Shirley Maclaine og Patton Oswalt.

Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum 25. desember nk. en verður forsýnd á kvikmyndahátíðinni í New York þann 5. október nk.

Sjáðu stikluna úr myndinni hér fyrir neðan og hlustaðu á tónlist Of Monsters and Men sem hljómar undir: