Sena er að gefur út íslensku barna- og fjölskyldumyndina Stikkfrí frá árinu 1997 eftir Ara Kristinsson. Myndin verður fáanleg í verslunum í lok vikunnar en hún hefur ekki komið út á DVD áður. Það er líka gaman að vekja athyggli á að Benjamín Dúfa er líka væntanleg á DVD á árinu. Þannig að það er greinilegt að með þessu áframhaldi verður ekki langt um liðið þar til allar íslenskar kvikmyndir verða komnar út á DVD.

