Sterahasar og one-linerar í kvöld!

Í kvöld er markmiðið að loka bíósumrinu með massalátum. The Expendables forsýningin okkar er semsagt í kvöld á miðnætti og viljum við benda fólki á að það er enn eitthvað af miðum eftir.

Skipulagið verður mjög svipað og á Scott Pilgrim. Þeir sem vilja kaupa miða fyrir sýningu – en vilja ekki gera það gegnum netið – geta keypt kl. 23:00 í kvöld. Við hleypum að vísu ekki inn í bíóið fyrr en 20 mínútur yfir og hleypt verður ekki í salinn fyrr en 10 mínútur í 12. Við hefjum svo sterafjörið eins tímanlega og við getum.

Við aðstandendur síðunnar og þessara forsýninga teljum okkur hafa lært mikið af gærkvöldinu og vonumst við til þess að allt gangi betur fyrir sig núna. Það er að vísu í höndum ykkar að gæta þess að vera ekki að troðast eins og það sé ekkert sjálfsagðara. Scott Pilgrim sýningin fékk almennt góðar viðtökur en mikið var kvartað undan troðningi og hita. Þetta eru að vísu hlutir sem ekki er auðvelt fyrir okkur að stjórna (nema við komum með fullt af viftum) en við reynum okkar besta í kvöld.

Sjáumst í bíó. Vona að þið séuð ekki með viðkvæma heyrn því hljóðið verður algjörlega í BOTNI!

T.V.

Stikk: