Star Trek Into Darkness – Söguþráður

Um daginn sögðum við frá því að fyrsta stiklan úr næstu Star Trek kvikmynd, Star Trek Into Darkness, yrði frumsýnd á undan frumsýningu Hobbitans nú í desember.

Paramount framleiðslufyrirtækið hefur núna birt í fyrsta skipti söguþráð myndarinnar. Ekkert illmenni er reyndar kynnt til sögunnar, en þó lýsa þeir þorparanum þannig að hann verði „eins manns gjöreyðingarvopn“.

Söguþráðurinn er þessi:  Þegar áhöfn Enterprise geimskipsins er kölluð heim, þá uppgötvar hún hryðjuverkaógn innan eigin raða sem búin er að sprengja upp geimskipaflotann og allt sem hann stendur fyrir, og heimurinn á í miklum aðsteðjandi vanda.

Kirk skipstjóri, sem á harma að hefna, leiðir eltingarleik til heims þar sem stríð ríkir, til að ná manni sem er „eins manns gjöreyðingarvopn“.

Eftir því sem hetjurnar okkar á Enterprise sogast dýpra og dýpra inn í átök upp á líf og dauða, þá þurfa menn að skoða líf sitt inn á við, ástarsambönd og vinskapur er í hættu. Færa þarf fórnir fyrir þá einu fjölskyldu sem Kirk skipstjóri á eftir; sem er áhöfnin hans.

Með aðalhlutverk í Star Trek Into Darkness fara Chris Pine, Zachary Quinto, Zoe Saldana, Karl Urban, John Cho, Bruce Greenwood, Simon Pegg, Anton Yelchin, Benedict Cumberbatch, Alice Eve og Peter Weller. 

Myndin kemur í bíó 17. maí, 2013.