Star Trek Into Darkness – ný kitla

Glæný tveggja mínútna kitla fyrir framhaldsmyndina Star Trek Into Darkness í leikstjórn J.J. Abrams, er komin út.

Fyrsta kitlan úr myndinni kom út fyrir  tveimur vikum við góðar undirtektir trekkara. Þeir geta núna glaðst á nýjan leik yfir  þessari kitlu sem lofar ansi hreint góðu. Myndin sjálf kemur í bíó í maí á næsta ári.

Með helstu hlutverk í Star Trek Into Darkness fara Chris Pine, Zachary Quinto, Karl Urban, Simon Pegg, Zoe Saldana, Peter Weller, Anton Yelchin, John Cho, Alice Eve, Bruce Greenwood og Benidict Cumberbatch.

Skoðaðu stikluna hér að neðan:

Star Trek Into Darkness – Ný Kitla!

Ný kitla er komin fyrir næstu Star Trek mynd, Star Trek Into Darkness, og miðað við það sem sjá má í henni þá steðjar mikil hætta að Sambandinu, og USS Enterprise.

Sjón er sögu ríkari:

 

Plakatið, sem við birtum um daginn, sýndi Lundúnaborg skemmda eftir árás, en kitlan sýnir okkur árás á San Fransisco borg í Bandaríkjunum ( þar sem höfuðstöðvar flotans og flotaakademíunnar eru).

Söguþráðurinn er eitthvað á þessa leið: Þegar áhöfn Enterprise geimskipsins er kölluð heim, þá uppgötvar hún hryðjuverkaógn innan eigin raða sem búin er að sprengja upp geimskipaflotann og allt sem hann stendur fyrir, og heimurinn á í miklum og aðsteðjandi vanda. Kirk skipstjóri, sem á persónulega harma að hefna, leiðir eltingarleik til heims þar sem stríð ríkir, til að ná manni sem er „eins manns gjöreyðingarvopn“. Eftir því sem hetjurnar okkar á Enterprise sogast dýpra og dýpra inn í átök upp á líf og dauða, þá þurfa menn að skoða líf sitt inn á við, ástarsambönd og vinskapur er í hættu. Færa þarf fórnir fyrir þá einu fjölskyldu sem Kirk skipstjóri á eftir; sem er áhöfnin hans.

Star Trek Into Darkness verður frumsýnd 17. maí nk.