Spielberg talar um Robopocalypse


Stórleikstjórinn Steven Spielberg stendur nú í því að leggja lokahönd á ævisögulegu kvikmyndina Lincoln, sem hefur verið á dagskrá hjá honum í nánast tíu ár núna og mun koma út síðar á þessu ári. Eftir fullklárun hennar hins vegar mun framleiðsla hefjast á næsta verkefni hans, Robopocalypse, sem er byggð á samnefndri vísindarskáldsögu eftir Daniel H. Wilson. Fyrirtækið hans, Dreamworks, eignaðist kvikmyndaréttinn árið 2009, eða tveimur árum áður en bókin sjálf var formlega gefin út. Vegna stútfullrar dagskráar hjá Spielberg, þar sem hann m.a. tæklaði loksins margra ára gömul verkefni, tafðist myndin um nokkur ár, en tökur áttu að hefjast nú í janúar. Hann hefur lítið sem ekkert talað um hana síðustu ár, en nýlega ræddi hann stuttlega um sögusvið hennar og samsvörun við nútímann.

„Þetta er alþjóðlegt stríð á milli manna og véla. Þetta er framtíð sem er að nálgast hraðar en nokkurn óraði fyrir. ‘Robopocalypse’ gerist eftir 15 til 20 ár, þannig þetta verður önnur framtíð sem varðar okkur. Hún er um afleiðingar þess að skapa tækni sem gerir líf okkar auðveldari, og hvað gerist þegar sú tækni verður gáfaðari en við. Þetta er ekki nýjasta þemað og það hefur verið notað í gegnum nánast allar vísindarskáldsögur, en þetta er þema sem samsvarar okkur meira með hverju líðandi ári.“
Sjálf saga myndarinnar mun fjalla um sköpun gervigreindarinnar Archos og bæði daganna á undan sköpun hennar og afleiðingar þess þegar hún verður sjálfstæð.

Svona metnaðarfull hugmynd mun eflaust passa fastlega við stórgerða stíl Spielbergs, en hann vildi einnig líkja framtíð myndarinnar svolítið við síðustu ‘sci-fi’ kvikmynd hans, Minority Report, frá árinu 2002. Eins og áður var sagt mun vinnsla á Robopocalypse hefjast á árinu og búist er við því að hún komi út á næsta ári.