Óskarstíminn er eins og litlu jólin fyrir kvikmyndaáhugamenn og það sem
undirrituðum finnst skemmtilegast að gera í kringum hann er að veðja á
hverjir vinna. Ég vil samt helst forðast veðmál hér á síðunni, og í
staðinn ætla ég að vera með smá leik sem notendur ættu endilega að
spreyta sig á.
Reglurnar gerast ekki einfaldari, þú spáir í
eftirfarandi Óskarsflokka (ég vænti þess að enginn sjái neitt að því að
sleppa „litlu“ flokkunum – eins og t.d. stutt heimildarmynd, leikin
stuttmynd o.fl.) hér á komment-svæðinu, og sá notandi sem nær ÖLLU rétt fær fimm almenna bíómiða í Sambíóin (á mynd að eigin vali, gildir til 1. júlí) og óvissu DVD-disk.
Það
getur samt bara einn unnið þetta (betra að hafa „winner takes all“
heldur en að skipta vinningnum). Ef tveir eða fleiri giska á það sama
þá verður dregið úr þeim nöfnum.
Hér eru flokkarnir sem ég vil að þið spáið í.
BESTA MYND ÁRSINS
BESTA LEIKSTJÓRN
BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI
BESTI LEIKARI Í AUKAHLUTVERKI
BESTA LEIKKONA Í AUKAHLUTVERKI
BESTA FRUMSAMDA HANDRIT
BESTA HANDRIT BYGGT Á ÁÐUR ÚTGEFNU EFNI
BESTA TEIKNIMYND ÁRSINS
BESTA MYND Á ERLENDRI TUNGU
BESTA MYNDATAKA
BESTA KLIPPING
BESTA FÖRÐUN
BESTA BÚNINGAHÖNNUN
BESTA LISTRÆNA STJÓRNUN
BESTU TÆKNIBRELLUR
BESTA TÓNLIST
BESTA FRUMSAMDA LAG
BESTA HLJÓÐIÐ
BESTA HLJÓÐBLÖNDUN
Ef þið munið/vitið ekki hverjir eru tilnefndir, þá er heildarlisti tilnefninga hér. Óskarinn verður sýndur á aðfaranótt mánudags. Ég læt vinningshafann vita stuttu eftir verðlaunaafhendinguna.
Gangi ykkur vel!

