Leikarinn Wesley Snipes hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar, en þetta staðfestir Sun-Sentinel í gær. Dómurinn hljóðaði þannig að Snipes, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í myndum á borð við Blade, White Men Can’t Jump og Passenger 57, skyldi sitja í fangelsi í 36 mánuði fyrir skattsvik. Á hann að hafa vísvitandi forðast það að borga skatta, eins og löghlýðnu fólki ber að gera, og hafi þannig svikið milljónir dollara úr vösum ríkisins.
Nýlega fór sá orðrómu af stað að Snipes væri í samningsviðræðum til að birtast í The Expendables 2, en nokkuð víst þykir að það muni ekki gerast.
– Bjarki Dagur