Slæst Craig við drauga?

 

Daniel Craig hefur slegið í gegn sem
njósnari hinnar hátignar James Bond, en hefur þrátt fyrir það ekkert verið að
flýta sér að velja næsta spennumyndaverkefni.

Nýjustu fregnir herma að hann eigi í
viðræðum um að leika aðalhlutverkið í “Dream House” sem er sálfræðiþriller sem
Jim Sheridan mun leikstýra fyrir framleiðandann Morgan Creek.

Í handriti myndarinnar, sem David
Loucka skrifar, myndi Craig leika mann sem flytur með fjölskyldu sína til
lítils bæjar, en til allrar óhamingju þá er þrælreimt í húsinu og fyrrum íbúar,
sem myrtir voru í húsinu, ásækja fjölskyldu Craigs.

Hlutverkið í myndinni er talið vera
rétt skref fyrir Craig að stíga frá Bond, en það er ávallt vandasamt að velja
hlutverk eftir að maður hefur leikið njósnarann fræga.