Adam Sandler myndin Ridiculous 6, sem var gerð sérstaklega fyrir Netflix vídeóleiguna, og sem menn héldu á tímabili að hefði verið tekin af Netflix sökum þess hve léleg hún þætti, er vinsælasta frumsýningarmynd á leigunni, frá upphafi!
„The Ridiculous 6 er sú mynd sem hefur verið horft mest á í sögu Netflix, ef miðað er við fyrstu 30 dagana í sýningum,“ sagði dagskrárstjóri Netflix, Ted Sarandos, við fréttamenn á Consumer Electronics sýningunni í Las Vegas. “
Hún fór einnig á toppinn á hverju einasta markaðssvæði okkar, og er á mörgum stöðum enn í fyrsta sæti.“
Miðað við það sem áður sagði, um gæði myndarinnar, auk þess sem umræða varð um kynþáttahyggju tengda myndinni og vali á leikurum í hana, þá kemur þetta á óvart, auk þess sem myndin fékk afleita dóma gagnrýnenda.
Eftir mánuð í sýningum var myndin enn með 0% í einkunn á Rotten Tomatoes gagnrýnendasíðunni bandarísku.
Einhver gæti haldið að þetta væri eitthvað bull, að 0% væri einfaldlega of fáránlegt til að vera satt, en í raun réttri þá hafa tuttugu og átta gagnrýnipistlar verið birtir, og allir neikvæðir: „Heimskulegur, fyrirsjáanlegur, latur, stuðandi villta vesturs farsi,“ skrifaði Matt Fowler frá IGN.
Gagnrýnandinn þekkti Richard Roeper skrifaði: „Takk fyrir ekkert Netflix.“
Þetta ætti svo sem ekki að koma á óvart ef litið er á gengi mynda Sandlers en það má segja að einkenni þeirra sé velgengni í miðasölunni, og slæm gagnrýni.
Söguþráður Ridiculous 6 er eftirfarandi: Hvítur maður, Tommy, er útlagi, alinn upp af Indjánum. Faðir hans, sem hefur verið verið týndur lengi, kemur nú skyndilega til sögunnar og segir honum að hann þurfi að fá 50 þúsund Bandaríkjadali, ellegar muni fyrrum bófagengi hans drepa hann. Tommy fer nú í mikla ævintýraför til að finna fimm nýuppgötvaða hálfbræður sína, en saman þurfa þeir að bjarga föður sínum.
Hér eru tíu vinsælustu myndir Sandlers frá árinu 2004, samkvæmt tölum frá Box Office Mojo – Þess má geta að meðaltalseinkunn myndanna á Rotten Tomatoes er 20,9%:
1. Grown Ups (2010): $162,001,186
2. The Longest Yard (2005): $158,119,460
3. Click (2006): $137,355,633
4. Grown Ups 2 (2013): $133,668,525
5. 50 First Dates (2004): $120,908,074
6. I Now Pronounce You Chuck And Larry (2007): $120,059,556
7. Bedtime Stories (2008): $110,101,975
8. Just Go With It (2011): $103,028,109
9. You Don’t Mess With the Zohan (2008): $100,018,837
10, Pixels (2015): $78,747,585