Maður sem sakfelldur var fyrir morðið á systur Hollywood leikarans Kelsey Grammer, sem þekktastur er fyrir leik sinn í hlutverki útvarpssálfræðingsins Frasier Krane, hefur verið neitað um reynslulausn.
Maðurinn myrti systur Grammers og tvær aðrar manneskjur fyrir meira en þrjátíu árum síðan. Nefnd fangelsisins sem fjallar um reynslulausnir hafnaði ósk mannsins eftir að hafa fengið í hendur yfirlýsingu frá Grammer þar sem hann kallar morðingjann slátrarara og skrímsli.

