Skrapp Út verðlaunuð á Locarno hátíðinni

Laugardagskvöldið 16.ágúst var íslensku kvikmyndinni Skrapp út veitt verðlaun á 61. Locarno hátíðinni í
Sviss, sem er ein elsta og virtasta kvikmyndahátíð Evrópu og telst til A hátíða
ásamt Cannes,  Berlínar- og Feneyjahátíðinni.

Variety Piazza Grande verðlaunin sem Sólveig Anspach tók á
móti eru ný verðlaun, veitt þeirri mynd sem að mati dómnefndarinnar þykir hafa
til að bera mikið listrænt gildi og höfða einnig til almennings
. Um þessi
verðlaun keppa þær myndir á hátíðinni sem sýndar eru á hinum magnaða Piazza
Grande –sem rúmar 8.500 manns í sæti undir berum himni og er sá stærsti í
Evrópu.

 

Skrapp út verður lokamyndin á hátíðinni og búist er við
mikilli stemningu. Viðstödd hátíðina fyrir hönd Skrapp út eru auk Sólveigar
Anspach, Didda Jónsdóttir aðalleikkona myndarinnar, Martin Wheeler sem sá um
tónlistina og hefur hlotið mikið lof fyrir og Joy Doyle og Julian Cottereau sem
einnig leika í myndinni. Sólveig Anspach tekur við verðlaununum á sviðinu á Piazza
Grande.

Piazza Grande þykir einkenna hina gamalgrónu Locarno
kvikmyndahátíð, þar eru sýndar jafnt myndir sem líklegar eru til almennra
vinsælda sem og fyrstu kvikmyndir óþekktra leikstjóra. “Markmiðið með
þessum verðlaunum er að styðja þá mynd sem við veljum til alþjóðlegra
vinsælda” segir listrænn stjórnandi Locarno hátíðarinnar Fredric Maire og
bendir á að tímaritið Variety sé eitt virtasta fagtímarit um kvikmyndir á
alþjóðavísu og geti gert mikið til að ýta undir vinsældir útvalinnar
kvikmyndar.

Myndirnar hér fyrir neðan tengjast Skrapp út á Locarno hátíðinni, smellið á þær fyrir betri upplausn.


Piazza Grande


Didda Jónsdóttir, aðalleikkona Skrapp út, í góðum fíling


Didda Jónsdóttir á hátíðinni


Didda Jónsdóttir á hátíðinni