Skelfileg leikfangasaga – Ný kitla!

Ný kitla hefur verið birt úr nýjum stökum sjónvarpsþætti frá Pixar teiknimyndafyrirtækinu sem heitir Toy Story of Terror, eða Skelfileg leikfangasaga, í lauslegri þýðingu.

Í þættinum, sem er fyrsti Toy Story sjónvarpsþátturinn sem framleiddur er, eru öll leikföngin sem við þekkjum svo vel, Viddi, Bósi og öll hin, lent í draugalegu ævintýri sem á eftir að fá hárin til að rísa!

toy story

Leikföngin fara í ferðalag sem lítur út fyrir að vera saklaust og ánægjulegt, en hlutirnir taka aðra stefnu þegar þau beygja óvart í átt að draugalegu gömlu móteli. Fyrr en varir þá er eitt þeirra horfið … og nú er spurningin hvort að hinir í genginu lifi nóttina af og geti bjargað dótinu sem týndist, áður en það er um seinan?

Kíktu á kitluna hér fyrir neðan:

Að vanda þá talar Tom Hanks fyrir Vidda og Tim Allen fyrir Bósa.

Myndin verður sýnd á ABC sjónvarpsstöðinni á Halloween, 16. október nk.