… og rauðhærð Lois Lane! Hvert stefnir Man of Steel eiginlega?
Það er varla frásögum færandi þegar nýjar myndir af settum allra ofurhetjumyndanna sem eru í vinnslu leka á netið, það er eitthvað á hverjum degi nánast. En þessar myndir úr The Man of Steel koma aðeins á óvart. Um daginn sýndum við fyrstu myndirnar af Russel Crowe sem Jor El þar sem kom í ljós að framleiðendur þessarar myndar hafa greinilega ákveðið að droppa álpappírs lúkkinu sem Marlon Brando hafði í sama hlutverki.
En allavega þá eru hér fleiri myndir, og í þetta skiptið af Henry Cavill sem Clark Kent og Amy Adams sem Lois Lane. Myndirnar af Cavill eru sérstaklega áhugaverðar þar sem hann lítur út fyrir að vera heimilislaus að hanga niður á höfn í ansi druslulegri úlpu og ekki búinn að raka sig í mánuð. Kannski svona svipað dæmi og Bruce Wayne fór í gegnum í Batman Begins? Ef ég olli einhverjum áhyggjum með þessum hneykslunartón í fyrirsögninni er allavega ljóst að hann verður bara skeggjaður í litlum hluta myndarinnar. Annars virðist það vera að fara í taugarnar á sumum ofurnördum að Amy Adams skuli ekki lita hárið á sér fyrir hlutverk Lois… mér finnst hún alveg fín svona rauðhærð.
Eins og allir vita er Zack Snyder leikstjóri myndarinnar, handrit skrifaði David Goyer, Christopher Nolan framleiðir, allavega að nafninu til. Ásamt þeim Cavill, Adams og Crowe fara Kevin Costner, Diane Lane, Laurence Fishburne og Michael Shannon með stór hlutverk. Myndin er væntanleg í júní 2013.