Það gladdi okkur stjórnendur alveg svakalega þegar við sáum að miðasalan tók svakalegan kipp í gær. Nú lítur út fyrir að stemmningin verði akkúrat eins og við vonuðumst eftir.
Hins vegar vildi ég samt vekja athygli á því að það er enn eitthvað af miðum eftir, þannig að þeir sem eiga leið hjá Sambíóunum (í þessu fína veðri m.a.s.) geta gripið sér miða. Svo er alltaf midi.is.
Ég minni svo aftur á búningakeppnina, þar sem ansi hressir vinningar eru í boði handa flottustu hetjunum. Svo verður smá auka happdrætti á undan því þar sem hver gestur fær númer fyrir sýningu, og sá sem verður dreginn getur fengið annaðhvort plakat eða tvo opna miða í Sambíóin á mynd að eigin vali.
Annars bara… Góða skemmtun!

