Jæja, síðasti séns til að vinna inn boðsmiða á fyrstu forsýninguna á The Twilight Saga: New Moon, sem verður á föstudaginn næsta (þann 20.) kl. 22:20.
Ég er búinn að biðja fólk um að nefna meðal annars sínar uppáhalds vampírumyndir. Að þessu sinni spyr ég: Hver er uppáhalds rómantíska myndin þín?*
Leikreglurnar eru alveg eins og síðast (og þarsíðast). Þið svarið mér hér á kommentsvæðinu fyrir neðan fréttina. Látið fullt nafn og netfang fylgja með!
Ef ykkur finnst óþægilegt að gefa upp netföng í opinni umræðu hér á síðunni, þá getið þið alltaf sent mér póst á tommi@kvikmyndir.is og sagt mér hvað þið heitið og hvaða mynd þið völduð. Ég dreg úr þessari „getraun“ á þriðjudaginn, þ.e. 17. nóvember, í kringum hádegið.
Og eins og áður þá verða nöfn dregin af handahófi. Ég er ekki að fara að meta hvern einstakling eftir kvikmyndasmekk, þannig að ég mun ekkert setja út á það ef þið veljið Autumn in New York eða 27 Dresses. Ég mun hins vegar ekki hugsa fallega til ykkar ef þið gerið það.**
New Moon er annars frumsýnd 27. nóvember.
New Moon er annars frumsýnd 27. nóvember.
*Mín er Before Sunrise eftir Richard Linklater.
**Smá grín.
*UPPFÆRT* Búið er að senda mail á alla sem unnu. Ef einhver vinningshafi hefur ekki ennþá fengið miðana sína í pósti er hann beðinn um að senda á mig e-mail. Annars segi ég góða skemmtun við þá sem fengu sína miða, og ef það verða fleiri forsýningar eða getraunir þá mun ég að sjálfsögðu tilkynna það við fyrsta tækifæri.

