Simpsons persóna deyr

Sjónvarpsþættirnir vinsælu The Simpsons eru nú að hefja sinn 25. vetur í sjónvarpi í Bandaríkjunum, en þeir njóta mikilla vinsælda þar í landi og um allan heim. Það sem er nýtt að frétta af seríunni er að ein af þekktari persónum þáttanna mun fara yfir móðuna miklu nú í vetur.

CA.0209.simpsons.

Á símafundi með blaðamönnum í síðustu viku sagði aðalframleiðandi þáttanna Al Jean, að áberandi persóna úr þáttunum myndi hverfa af sjónarsviðinu: „Við erum að vinna að handriti þar sem persóna mun deyja,“ sagði Jean. „Ég ætla að gefa ykkur þá vísbendingu að leikarinn sem leikur persónuna vann Emmy verðlaun fyrir að leika hana, en ég ætla ekki að segja hver það er.“

Aðdáendur þáttanna vita sem er að þessi vísbending hjálpar ekki mikið þar sem nærri allir helstu leikararnir í þáttunum hafa unnið Emmy verðlaun, þar á meðal Dan Castellaneta apu(Homer, Barney, Krusty), Julie Kavner (Marge, Patty, Selma), Hank Azaria (Apu, og fleiri), Nancy Cartwright (Bart) og Yeardley Smith (Lisa).

Meira að segja þá hafa gestaleikarar einnig fengið Emmy verðlaun fyrir leik í þáttunum, eins og Anne Hathaway fyrir að tala fyrir Princess Penelope og Kelsey Grammer fyrir Sideshow Bob.

Maðurinn með ljáinn hefur komið áður í heimsókn til Springfield, en Maude Flanders féll frá langt fyrir aldur fram í einum þættinum. Hún var eiginkona hins síkáta nágranna Simpsons fjölskyldunnar, Ned, en sviplegt andlát hennar bar að með þeim hætti að hún datt úr áhorfendastúkunni á kappreiðunum.

Fyrsti Simpsons þáttur vetrarins var sýndur í gær en í honum var gert grín að Homeland sjónvarpsþáttunum bandarísku. Gestaleikari var gamanleikkonan Kristen Wiig.