Silence frá Scorsese undir þremur tímum

Framleiðandinn Irwin Winkler segir að Silence, nýjasta mynd Martin Scorsese, sú núna 2 klukkustundir og 39 mínútur.

silence

Winkler heldur því einnig fram að myndin sé sú besta frá Scorsese, hvorki meira né minna, samkvæmt frétt Playlist.net.

Ekki er langt síðan Silence var yfir þriggja tíma löng en Scorsese hefur verið duglegur að stytta hana að undanförnu.

Með helstu hlutverk fara Andrew Garfield, Liam Neeson og Adam Driver. Myndin gerist á 17. öld og fjallar um jesúítapresta sem verða fyrir ofsóknum þegar þeir ferðast til Japans til að finna læriföður sinn og breiða út hinn kristna boðskap.

silence2

Silence, sem er byggð á skáldsögu Shüsaku Endó, er væntanleg í bíó vestanhafs 23. desember í útvöldum kvikmyndahúsum. Hún fer í almennar sýningar í janúar.