Sigurvegarar Ljósvakaljóða 2008

 Nú er Ljósvakaljóðum 2008 lokið í bili. Þetta er í þriðja skiptið sem þessi hátíð er haldin og var hún sérstaklega vel heppnuð í ár. Fjöldinn allur af bæði þátttakendum og áhorfendum mættu og tóku þátt í þessum glæsilega viðburði, en alls bárust 46 stuttmyndir í keppnina í ár, sem er met.

Sigurvegarar stuttmyndakeppni Ljósvakaljóða eru:

1. sæti: Post It – eftir Hlyn Pálmason (hlýtur 75.000 kr og bók frá Eymundsson í verðlaun)

2. sæti: Ég veit af þér – eftir Sindra Gretarsson og Þór Þorsteinsson (hljóta sérstaka Ljósvakaljóðaviðurkenningu og tösku frá dvoted)

3. sæti: Klefi 5 – eftir Sigurlögu Töru Elíasdóttur – (hlýtur sérstaka Ljósvakaljóðaviðurkenningu og tösku frá dvoted)

Sigurvegarar Pitch-hugmyndakeppnarinnar eru:

1. sæti – Þórhalla Rein – Hugmynd að kvikmynd um hinn unga og seinheppna Davíð Oddsson sem lendir í ýmsum vandræðum þar sem að hann heitir það sama og Davíð Oddsson seðlabankastjóri. Honum er strítt, fjölmiðlar hundelta hann og áður en hann veit af er hann búinn að valda milliríkjadeilu við Bretland eftir símtal við Gordon Brown.

1. sæti – Atli Viðar Þorsteinsson – heimildamynd um líf og störf plötusnúða. Hvað fær þá til að þeyta skífum? Hvernig lifa þeir. Hvernig er það eiginlega að vera plötusnúður? Þessi hugmynd fólst í því að skoða hinu ýmsu plötusnúða, á öllum aldri og fylgja þeim eftir.

Þau skiptu með sér aðalverðlaununum ( 20.000 kr og bók frá Eymundsson)

Í dómnefnd sátu Elísabet Ronaldsdóttir, Óskar Jónasson og Ottó Geir Borg. Kynnar hátíðarinnar, Finnur Olgu- og Guðmundsson og Steindór Grétar Jónsson, stóðu sig einnig sérstaklega vel.

Þess má til gamans geta að Sindri Gretarsson er einn af gagnrýnendum og umsjónarmönnum Kvikmyndir.is og óskum við honum því innilega til hamingju.