Sígildar myndir í kvikmyndahúsum framundan

Hér að neðan má finna dagskránna fyrir þær klassísku myndir og aðra gullmola sem sýndir verða í kvikmyndahúsum landsins út árið.

*Athugið að dagskráin er/verður reglulega uppfærð í samræmi við liðna atburði


3. JANÚARKILL BILL: VOL. 1 (2003)

BÍÓ PARADÍS

Kill Bill: Vol. 1 (2003)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.2
Rotten tomatoes einkunn 85%
The Movie db einkunn5/10

Aðalpersónan, Brúðurin, var meðlimur the Deadly Viper Assassination Squad, sem elskhugi hennar Bill fór fyrir. Þegar hún komst að því að hún væri ófrísk eftir Bill, þá ákvað hún að skipta um lífstíl og flýja líf sitt sem leigumorðingi. Hún fer til Texas, hittir þar ungan...


10. JANÚARBEFORE SUNSET (2004)

BÍÓ PARADÍS

Before Sunset (2004)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.1
Rotten tomatoes einkunn 94%
The Movie db einkunn5/10

Bandaríkjamaðurinn Jesse Wallace er á fertugsaldri. Hann er í bókaverslun í París, sem er síðasti viðkomustaður á kynningarferð þar sem hann er að kynna metsölubók sína, This Time. Þó að hann tali með óljósum hætti um innblásturinn að bókinni, þá er hann þar að ...


13. JANÚARBULLITT (1968)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

Bullitt (1968)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.4
Rotten tomatoes einkunn 98%
The Movie db einkunn6/10

Hinn virti og vinsæli lögregluforingi Frank Bullit er beðinn sérstaklega um það af hinum metnaðarfulla Walter Chalmers, sem er í bænum til að halda yfirheyrslu í þinginu vegna skipulagðra glæpa, að gæta Johnny Ross, mafíuforningja frá Chicago, sem ætlar að vitna gegn mafíunni í...

Vann Óskarsverðlaun fyrir klippingu. Var einnig tilnefnd fyrir hljóð.


24. JANÚARFIFTY SHADES OF GREY (2015)

BÍÓ PARADÍS

Fifty Shades of Grey (2015)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn4.2
Rotten tomatoes einkunn 25%
The Movie db einkunn6/10

Þegar bókmenntafræðineminn Anastasia Steele, fer að taka viðtal við auðmanninn Christian Grey, sem greiða við herbergisfélaga sinn Kate Kavanagh, þá hittir hún fallegan, snjallan og dálítið ógnandi mann. Hin saklausa og barnalega Anastasia fer að átta sig á að hún dregst að ...


26. JANÚARLEGEND (1985)

BÍÓ PARADÍS

Legend (1985)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.3
Rotten tomatoes einkunn 41%

Myndin gerist í tímalausum goðsagnakenndum skógi þar sem álfar, púkar, einhyrningar og menn búa saman. Við fáum að fylgjast með dularfullum íbúa skógarins sem örlögin hafa valið til að fara í hetjulega sendiför. Hann þarf að bjarga hinni fögru prinsessu Lili og sigra hinn ...


29. JANÚAR – THUNDERBALL (1965)

SMÁRABÍÓ

Thunderball (1965)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.9
Rotten tomatoes einkunn 85%
The Movie db einkunn7/10

Hryðjuverkasamtökin SPECTRE ræna tveimur kjarnorkusprengjum og hyggjast kúga fé út úr Atlantshafsbandalaginu og hlýtur 007 þá miklu ábyrgð að koma í veg fyrir þá illu ráðagerð. Kjarnorkusprengjurnar eru í þotu sem hefur verið rænt. Þegar um borð í þotuna er komið ...

Vann Óskarsverðlaun fyrir brellur. Tilnefnd til BAFTA fyrir listræna stjórnun.


31. JANÚARFERRIS BUELLER’S DAY OFF (1986)

BÍÓ PARADÍS

Ferris Bueller's Day Off (1986)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.8
Rotten tomatoes einkunn 83%
The Movie db einkunn4/10

Myndin fjallar um táninginn Ferris Bueller sem ákveður að þykjast vera veikur einn daginn og fær vini sína með sér í að upplifa ógleymanlegan frídag. Hann platar vin sinn Cameron til að fá lánaðan rándýran Ferrari bíl föður hans, og fer síðan með kærustunni Sloane til ...


5. FEBRÚARTHE GUNS OF NAVARONE (1961)

SMÁRABÍÓ

The Guns of Navarone (1961)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.5
Rotten tomatoes einkunn 92%
The Movie db einkunn7/10

Hópur þrautþjálfaðra sérsveitarmanna tekur að sér að granda þýsku loftvarnarbyssuhreiðri á eyju undan Tyrklandi á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. ...


7. FEBRÚARGLADIATOR (2000)

BÍÓ PARADÍS

Gladiator (2000)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.5
Rotten tomatoes einkunn 80%
The Movie db einkunn8/10

Maximus er valdamikill rómverskur hershöfðingi, sem er elskaður af fólkinu og hinum roskna keisara, Markúsi Árelíusi. Fyrir dauða sinn útnefnir keisarinn Maximus sem arftaka sinn og tekur hann þar með fram yfir son sinn Commodus, en eftir valdatafl er Maximus hnepptur í varðhald og ...

Myndin vann 5 Óskarsverðlaun: Russell Crowe fyrir bestan leik, bestu búningar, bestu tæknibrellur, besta mynd og besta hljóð. Tilnefnd til 7 Óskarsverðlauna til viðbótar og fékk ýmis önnur verðlaun og tilnefningar um allan heim.


9. FEBRÚARTHE HAUNTING (1963)

BÍÓ PARADÍS

The Haunting (1963)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.4
Rotten tomatoes einkunn 87%
The Movie db einkunn7/10

Dr. Markway, sem rannsakar tilvist drauga, rannsakar Hill House, stórt óhugnanlegt hús með hryllilega sögu af ofbeldisfullum dauðdögum og geðveiki. Með honum er hinn fremur efagjarni ungi Luke, sem mun erfa húsið, hin dularfulla og skyggna Theodora og hin óörugga Elenor, en ...


10. FEBRÚARDIRTY HARRY (1971)

SAMBÍÓIN

Dirty Harry (1971)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.7
Rotten tomatoes einkunn 89%
The Movie db einkunn7/10

Árið er 1971 í San Francisco. Brjálæðingur gengurlaus sem þekktur er undir nafninu Scorpio. Hann skýtur niður saklaus fórnarlömb sín og skilur síðan eftir miða með lausnargjaldskröfu á vettvangi glæpsins. Rannsóknarlögreglumaðurinn Harry Callahan, þekktur undir nafninu Dirty ...


14. FEBRÚARTHE BODYGUARD (1992)

BÍÓ PARADÍS

The Bodyguard (1992)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.4
Rotten tomatoes einkunn 38%

Poppsöngkona hefur fengið líflátshótanir, og umboðsmaður hennar ræður lífvörð sem þekktur er af sínum góðum störfum. Lífvörðurinn hristir aðeins upp í hlutunum með því að herða á öryggiskröfum, meira en menn telja nauðsynlegt. Lífvörðurinn býr enda yfir biturri ...

Tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna fyrir lög og tónlist: Jud Friedman, lag, Allan Dennis Rich, texti, fyrir lagið "Run to You" og David Foster, tónlist, Linda Thompson, texti, fyrir lagið "I Have Nothing". Valin besta erlenda myndin í Japan.


21. FEBRÚAR HOT FUZZ (2007)

BÍÓ PARADÍS

Hot Fuzz (2007)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.8
Rotten tomatoes einkunn 91%
The Movie db einkunn10/10

Nick Angel (Simon Pegg) er ekta "ofurlögga." Hann er svo góður í starfi sínu að hann hefur verið sendur af yfirmönnum sínum í lítið, hljóðlátt þorp þar sem að lítið fer fyrir honum. Nick kann engan veginn vel við sig þar sem hann er, en hann kemst brátt að því að eitthvað...


3. MARSBEING THERE (1979)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

Being There (1979)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.9
Rotten tomatoes einkunn 95%
The Movie db einkunn8/10

Hinn einfeldningslegi garðyrkjumaður Chance hefur búið allt sitt líf hjá gömlum manni í Washington D.C. Þegar gamli maðurinn deyr þá þarf Chance að yfirgefa húsið án þess að hafa neina vitneskju um heiminn, fyrir utan það sem hann hefur lært af því að horfa á sjónvarpið. ...

Melvyn Douglas fékk Óskarsverðlaun fyrir leik í aukahlutverki. Peter Sellers fékk tilnefningu til Óskarsverðlauna.


7. MARS ZOOLANDER (2001)

BÍÓ PARADÍS

Zoolander (2001)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.5
Rotten tomatoes einkunn 64%

Derek Zoolander er eins sjálfumglaður og hægt er að verða, enda vinsælasta karlmódel sinnar kynslóðar og hefur ekki í hyggju að gefa það eftir. Það verða honum því gífurleg vonbrigði þegar stjarna hins unga og ljóshærða módels, Hansel, fer að skína skærar en hans eigin. ...


14. MARSSCOTT PILGRIM VS. THE WORLD (2010)

BÍÓ PARADÍS

Scott Pilgrim vs. the World (2010)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.6
Rotten tomatoes einkunn 83%
The Movie db einkunn5/10

Scott Pilgrim er 22 ára bassaleikari í bílskúrsbandinu Sex Bob-omb og hefur aldrei átt í vandræðum með að ná sér í kærustur, vandamálið hefur frekar verið að losna við þær. En þegar hann hittir loks draumastúlkuna, Ramonu, hefur hún fortíðarbagga sem veldur Scott ...


23. MARS SEXY BEAST (2000)

BÍÓ PARADÍS

Sexy Beast (2000)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.3
Rotten tomatoes einkunn 87%
The Movie db einkunn5/10

Gal, fyrrum glæpamaður, lifir hamingjuríku lífi ásamt eiginkonu sinni Deedee í fallegu húsi á Spáni. Don Logan, virtur innan mafíunnar og gamall "vinur" Gal, birtist skyndilega. Hann vill fá Gal með sér í stórt verkefni í London, ásamt vel völdum öðrum félögum. Þegar Gal ...


6. APRÍL THE CROW (1994)

BÍÓ PARADÍS

The Crow (1994)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.5
Rotten tomatoes einkunn 87%
The Movie db einkunn4/10

Gítarleikarinn Eric Draven er reistur upp frá dauðum af kráku, ári eftir að hann og unnusta hans eru myrt. Krákan leiðbeinir honum í gegnum land hinna lifandi og leiðir hann heim til þeirra sem drápu hann og kærustuna: hnífakastarans Tin-tin, dópistans Funboy, bílamannsins T-Bird, og...


7. APRÍLTAXI DRIVER (1976)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

Taxi Driver (1976)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.2
Rotten tomatoes einkunn 89%
The Movie db einkunn6/10

Travis Bickle er fyrrum Víetnamhermaður sem býr í New York borg. Hann þjáist af svefnleysi, og eyðir nóttinni í að aka leigubíl. Á daginn horfir hann á klámmyndir í skítugum kvikmyndahúsum, á milli þess sem hann hugsar um hvernig heimurinn, og þá einkum New York, er kominn ...


27. APRÍLNETWORK (1976)

BÍÓ PARADÍS

Network (1976)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.1
Rotten tomatoes einkunn 91%
The Movie db einkunn7/10

Howard Beale, sem hefur starfað lengi sem fréttaþulur hjá UBS sjónvarpsstöðinni, fær reisupassann, og þarf að fara af vinnustaðnum innan tveggja vikna, en áhorf á þátt hans hefur farið minnkandi. Hann bregst við þessu með því að tilkynna á tilfinningaþrunginn hátt í beinni ...


5. MAÍROBIN HOOD: PRINCE OF THIEVES (1991)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

Robin Hood: Prince of Thieves (1991)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.9
Rotten tomatoes einkunn 51%
The Movie db einkunn5/10

Eftir að hafa verið handsamaður af Tyrkjum í einni af krossferðum sínum, þá ná þeir Robin af Locksley ( Hrói höttur ) og Márinn Azeem, að flýja heim til Englands þar sem Azeem heitir því að fara ekki fyrr en hann hefur launað Robin lífgjöfina. Á sama tíma hefur faðir Hróa ...

Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir lag í kvikmynd: Michael Kamen, tónlist, Bryan Adams, texti, Robert John Lange, texti, fyrir lagið "(Everything I Do) I Do It for You". Alan Rickmann vann BAFTA verðlaunin fyrir leik í aukahlutverki.


2. JÚNÍANNIE HALL (1977)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

Annie Hall (1977)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8
Rotten tomatoes einkunn 97%
The Movie db einkunn5/10

Ástarævintýri taugatrekkts uppistandara í New York, Alvy Singer, og álíka taugaveiklaðrar kærustu hans, Annie Hall. Myndin fylgist með sambandi þeirra, allt frá því þegar þau hittast fyrst, og er einnig einskonar söguskoðun á ástarlífi fólks á áttunda áratug síðustu aldar....

Vann fern Óskarsverðlaun; besta mynd, besti leikstjóri, besta leikkona í aðalhlutverki og besta handrit sem skrifað er fyrir bíómynd.


18. ÁGÚSTTHE FRENCH CONNECTION (1971)

SAMBÍÓIN

The French Connection (1971)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.7
Rotten tomatoes einkunn 97%
The Movie db einkunn8/10

Tvær New York löggur í fíkniefnadeildinni komast á snoðir um smygl með franskri tengingu. Löggurnar reyna að koma í veg fyrir risastóra heróín sendingu frá Frakklandi. Þeir eru miklar andstæður, Popeye Doyle, einstrengislegur alkóhólisti sem á sama tíma er dugleg lögga og ...

Vann fimm Óskarsverðlaun. Besta mynd, besti leikari í aðalhlutverki, besti leikstjóri, besta handrit og besta klipping.


8. SEPTEMBER – THE UNTOUCHABLES (1987)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

The Untouchables (1987)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.8
Rotten tomatoes einkunn 83%
The Movie db einkunn8/10

Alríkislögreglumaðurinn Elliot Ness safnar saman úrvalsliði til að berjast gegn mafíuforingjanum Al Capone, og notar til þess óhefðbundar aðferðir meðal annars, en sögusviðið er mafíustríðin á þriðja áratug 20. aldarinnar. ...

Sean Connery fékk Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki. Var tilnefnd til Óskars fyrir búning, tónlist og listræna stjórnun.


6. OKTÓBER – BUTCH CASSIDY AND THE SUNDANCE KID (1969)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

Butch Cassidy and the Sundance Kid (1969)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8
Rotten tomatoes einkunn 89%
The Movie db einkunn7/10

Butch og Sundance eru leiðtogar Hole-in-the-Wall útlagagengisins, sem rænir banka og lestir. Butch er hugmyndasmiðurinn en Sundance er sá sem kann öll trixin. Villta vestrið er að verða meira og meira siðfágað og þegar Butch og Sundace ræna enn eina lestina, þá þá er sendur ...


11. OKTÓBERKELLY’S HEROES (1970)

SAMBÍÓIN

Kelly's Heroes (1970)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.6
Rotten tomatoes einkunn 79%
The Movie db einkunn9/10

Sagan gerist í seinni heimsstyrjöldinni. Þýskum liðþjálfa er rænt af Bandaríkjamönnum, en áður en þeir ná að yfirheyra hann ræðst stórskotalið á herbúðirnar. Þrátt fyrir það þá nær fyrrum liðsforinginn Kelly að ná til liðþjálfans, hella hann fullan og komast að ...