
Hér að neðan má finna dagskránna fyrir þær klassísku myndir og aðra gullmola sem sýndir verða í kvikmyndahúsum landsins út árið.
*Athugið að dagskráin er/verður reglulega uppfærð í samræmi við liðna atburði
3. DESEMBER – STAR TREK BEYOND (2016)
Áhöfnin á Enterprise leggur upp í áhættusama könnunarferð til ystu marka hins þekkta alheims og verða þar fyrir árás hættulegs óvinar sem þau hafa aldrei komist í kast við áður – óvinar sem er staðráðinn í að gera út af við þau í eitt skipti fyrir öll....
5. DESEMBER – LOVE ACTUALLY (2003)
Hér segir frá nokkrum ólíkum persónum sem þekkjast og tengjast mismikið sín á milli en eiga það allar sameiginlegt að vera að leita að hinni einu sönnu ást. En eins og allir vita eru vegir ástarinnar órannsakanlegir og það eiga allar þessar persónur eftir að upplifa, hver á ...
6. DESEMBER – E.T. (1982)
Myndin fjallar um geimveruna E.T. sem verður viðskila við félaga sína og ílengist á jörðinni. Ungur drengur, Elliot, finnur hana og platar hana heim til sín þar sem systkini Elliots kynnast geimverunni. Fljótlega verður ljóst að E.T. er ekki bara greind vera heldur góð líka. Hana ...
Vann 4 Óskarsverðlaun; fyrir tónlist, tæknibrellur, hljóð og hljóðbrellur.
6. DESEMBER – HOME ALONE (1982)
Það eru komin jól og McAllister fjölskyldan er að undirbúa að fara í frí til Parísar í Frakklandi. Yngsti fjölskyldumeðlimurinn Kevin lenti í rifrildi við eldri bróður sinn Buzz og var sendur upp í herbergið sitt sem er á þriðju hæð í húsinu. Morguninn eftir, þegar ...
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta lag í kvikmynd: Lag John Williams texti Leslie Bricusse; Somewhere in My Memory. Einnig tilnefnd fyrir tónlist. Myndin og Macaulay Culkin fengu Golden Globe tilnefningu.
7. DESEMBER – WILD AT HEART (1990)
Siðblind móðir Lulu brjálast við tilhugsunina um að Lulu eigi í sambandi við Sailor, sem er nýsloppinn úr fangelsi. Lulu og Sailor gefa skít í skilorð Sailors, og fara til Kaliforníu. Móðir Lulu ræður leigumorðingja til að elta Sailor og drepa hann. Óafvitandi um þetta, þá ...
10. DESEMBER – HOME ALONE (1990)
Það eru komin jól og McAllister fjölskyldan er að undirbúa að fara í frí til Parísar í Frakklandi. Yngsti fjölskyldumeðlimurinn Kevin lenti í rifrildi við eldri bróður sinn Buzz og var sendur upp í herbergið sitt sem er á þriðju hæð í húsinu. Morguninn eftir, þegar ...
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta lag í kvikmynd: Lag John Williams texti Leslie Bricusse; Somewhere in My Memory. Einnig tilnefnd fyrir tónlist. Myndin og Macaulay Culkin fengu Golden Globe tilnefningu.
11. DESEMBER – THE HOLIDAY (2006)
Iris er ástfangin af manni sem er að fara að giftast annarri konu. Hinum megin á hnettinum áttar Amanda sig á því að sambýlismaður hennar hefur verið henni ótrúr. Konurnar hafa aldrei hist og búa langt í burtu frá hvorri annarri, en hittast á netinu á húsaskiptavefsíðu, og ...
11. DESEMBER – THE SHINING (1980)
Maður, sonur hans og eiginkona ráða sig til vetrardvalar sem húsverði á einangrað hótel þar sem Danny, sonurinn, fer að sjá óhugnanlega hluti úr atburðum sem gerðust á hótelinu í fortíðinni, en hann býr yfir yfirnáttúrulegri náðargáfu sem þekkt er sem "The Shining". ...
Stanley Kubrick tilnefndur fyrir leikstjórn, myndin fyrir besta mynd, og fyrir bestu tónlist á Academy of Science Fiction, Fantasy
12. DESEMBER – DIE HARD (1988)
New York löggan John McClane er nýkominn til Los Angeles til að eyða þar jólunum með eiginkonu sinni. Til allrar óhamingju, þá er ekki útlit fyrir gleðileg jól á þeim bænum. Hópur hryðjuverkamanna, undir forystu Hans Gruber, heldur öllum í Nakatomi Plaza byggingunni í gíslingu....
Tilnefnd til fjögurra Óskarsverðlauna, fyrir klippingu, hljóð, hljóðbrellur og brellur.
13. DESEMBER – ELF (2003)
Buddy var á munaðarleysingjahæli sem barn en stalst í burtu í poka jólasveinsins og endaði á norðurpólnum. Seinna, þegar hann er orðinn fullvaxinn maður, sem óvart var alinn upp af álfum, þá leyfir jólasveinninn honum að koma með sér til New York til að finna föður sinn, ...
13. DESEMBER – NATIONAL LAMPOON´S CHRISTMAS VACATION (1989)
Clark Wilhelm Griswold langar að halda hin fullkomnu Griswold fjölskyldujól. Eftir margra mánaða undirbúning býður hann bæði foreldrum sínum og tengdaforeldrum, og einnig frænda sínum Louis og elliærri frænku sinni Bethany. Clark að óvörum mætir hinn groddaralegi frændi konu ...
13. DESEMBER – CLUE (1985)
Myndin fjallar um sex gesti, bryta og þernu, en þau eru öll flækt í morðið á sex manns. Gestirnir hittast allir í Hill House þar sem við komumst að því að Professor Plum vinnur í D.C. þar sem allir aðrir búa. Mustard liðþjálfi er viðskiptavinur frú Scarlet, sem er fyrrum ...
13. DESEMBER – HOME ALONE 2: LOST IN NEW YORK (1992)
Kevin McCallister er mættur aftur. Í þetta skiptið er hann í New York borg með nóg af peningum og kreditkortum, og ákveður að skemmta sér eins og hann getur, og breyta borginni í sinn eigin leikvöll. En Kevin er ekki einn lengi, því að hinir illræmdu bjánabandíttar, Harry og Marv,...
Macaulay Culkin tilnefndur til Blimp Award á Kid´s Choice Awards. Vann á People Choice Awards, ásamt Sister Act, Favorite Comedy Motion Picture
13. DESEMBER – DIE HARD (1988)
New York löggan John McClane er nýkominn til Los Angeles til að eyða þar jólunum með eiginkonu sinni. Til allrar óhamingju, þá er ekki útlit fyrir gleðileg jól á þeim bænum. Hópur hryðjuverkamanna, undir forystu Hans Gruber, heldur öllum í Nakatomi Plaza byggingunni í gíslingu....
Tilnefnd til fjögurra Óskarsverðlauna, fyrir klippingu, hljóð, hljóðbrellur og brellur.
14. DESEMBER – ÓÐAL FEÐRANNA (1980)
Slys á slys ofan, ásamt prettum óprúttinna kaupfélagsmanna, verða til þess að sveitapiltur hrekst frá námi í Reykjavík og neyðist til að halda áfram hokri nýlátins föður síns. Myndin lýsir því hvernig átthagafjötrar ráða örlögum fólks....
15. DESEMBER – THE SANTA CLAUSE (1994)
Scott Calvin er ósáttur þegar hann kemst að því að fyrrverandi eiginkona hans og maður hennar hafa reynt án árangurs að sannfæra son þeirra Charlie, 6 ára, um að jólasveinninn sé til. Á aðfangadagskvöld, þá les Scott söguna The Night Before Christmas og fær þá óvæntan ...
19. DESEMBER – CHRISTMAS VACATION (1989)
Clark Wilhelm Griswold langar að halda hin fullkomnu Griswold fjölskyldujól. Eftir margra mánaða undirbúning býður hann bæði foreldrum sínum og tengdaforeldrum, og einnig frænda sínum Louis og elliærri frænku sinni Bethany. Clark að óvörum mætir hinn groddaralegi frændi konu ...
26. DESEMBER – EYES WIDE SHUT (1999)
Læknir verður heltekinn af því að eiga kynmök, eftir að eiginkona hans viðurkennir að hafa haft kynferðislegar langanir til manns sem hún hitti og refsar honum fyrir þann óheiðarleika að viðurkenna ekki eigin kynóra. Þetta hrindir af stað atburðarás þar sem læknirinn á í ...
26. DESEMBER – EASY RIDER (1969)
Tveir ungir hippar og mótorhjólamenn, þeir Wyatt og Billy, selja smávegis af eiturlyfjum í Suður Kaliforníu, fela peningana í bensíntanki hjólanna, og fara í ferðalag til Mardi Grass í New Orleans, í leit að sjálfum sér og réttu leiðinni í lífinu. Á ferðalaginu verða þeir ...
12. JANÚAR – MARATHON MAN (1976)
Bróðir illræmds stríðsglæpamanns og Nasista, deyr í bílslysi í New York. Stuttu síðar hefjast morð á meðlimum leynilegs hóps á vegum bandarísku ríkisstjórnarinnar sem kallast “The Division”. Þegar bróðir eins Division meðlims sér bróður sinn stunginn til bana, þá er ...
Laurence Olivier tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik í aukahlutverki. Dustin Hoffman tilnefndur til BAFTA verðlauna fyrir leik i aðalhlutverki.
12. JANÚAR – ETERNAL SUNSHINE OF THE SPOTLESS MIND (2004)
Joel Barish er niðurbrotinn eftir að hann kemst að því að kærastan hans, Clementine, fór í aðgerð til að láta eyða öllum minningum um hann úr huga sínum. Hann ákveður því að gera það sama. En þegar hann horfir á minningar sínar hverfa áttar hann sig á því að hann ...
18. JANÚAR – HARD BOILED (1992)
Mafían smyglar byssum inn í Hong Kong. Lögreglan skipuleggur innrás í tehús þar sem topp rannsóknarlögreglumaður, Tequila, missir félaga sinn í byssubardaga. Á sama tíma þá eru tveir aðal byssusmyglararnir í stríði útaf yfirráðasvæði, og ungur nýr byssumaður er fenginn til...
2. FEBRÚAR – GANDHI (1982)
Á upphafsárum 20. aldarinnar afsalar Mohandas K. Gandhi, lögfræðingur með breska menntun, sér öllum veraldlegum eigum til að taka upp málstað sjálfstæðs Indlands. Andspænis vopnaðri mótspyrnu frá bresku stjórninni tekur Gandhi upp stefnu „óvirks andófs“, og leitast við að ...
Fékk átta Óskarsverðlaun þ.á.m. sem besta mynd, fyrir bestu leikstjórn, besta leik í aðahlutverki, besta handrit og bestu kvikmyndatöku.
6. FEBRÚAR – BLOSSI (1997)
Myndin gerist árið 2000 og fjallar um eirðarlaus borgarbörn í leit að skemmtun. Þegar leiðir hinnar undurfögru Stellu og alkahólistans Robba liggja saman byrja hlutirnir að gerast. Þau enda á hringferð um landið á stolnum bíl með tilheyrandi óvæntum uppákomum....
8. FEBRÚAR – FREAKS (1932)
Þessi umdeilda hryllingsmynd Tod Browning segir frá fallegri loftfimleikakonu sem trúlofast leiðtoga furðusýninga-atriðanna í sirkusnum en atburðarrásin tekur myrka stefnu þegar vinir hans í sirkusnum uppgötva að hún er aðeins á höttunum eftir arfinum hans....
1. MARS – HEART OF GLASS (1976)
Lítið þorp í Bæjaralandi er þekkt fyrir glerblástur á „rúbínrauðu gleri“. Þegar verkstjóri verksmiðjunnar deyr skyndilega án þess að ljóstra upp um leyndarmál rúbínrauða glersins fellur þunglyndi yfir bæinn og eigandi glerverksmiðjunnar verður heltekinn af hinu glataða...
29. MARS – ALTERED STATES (1980)
Vísindamaður við Harvard háskólann sem gerir tilraunir með sjálfan sig á mismunandi stigum meðvitundar með hjálp skynbreytandi lyfja og einangrunarklefa, byrjar að upplifa truflandi líkamlegar breytingar í líkama sínum, sem benda til genaþróunarlegrar afturfarar. ...
Tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna, fyrir hljóð og tónlist.



7
7/10
