Hvernig stóðst hún væntingar? Var hún betri/verri/öðruvísi en þið bjuggust við? Enga feimni. Vil fá hreinskilið álit – reynið samt að forðast spoilera.
Voru menn annars almennt sáttir með hléleysið? Einhverjar athugasemdir sem þið viljið koma á framfæri?
Og já, eitt enn, meðan ég man: Endilega skilið eftir tillögu fyrir neðan kommentið ykkar og segið hvaða mynd þið væruð helst til í að sjá forsýnda næst.
PS. Ekkert smá ánægður með gaurinn sem mætti í spennitreyjunni (náðum mynd af honum. Fer inná Facebook-síðuna bráðlega).

