Transformers-stjarnan Shia LaBoeuf var handtekinn s.l. laugardag fyrir grun um að hafa keyrt undir áhrifum áfengis.
Hann var staddur í West Hollywood þegar hann klessti á annan bíl og að lokum olti sínum eigin.
Enginn slasaðist neitt alvarlega en þetta setur hins vegar tökuplan Transformers 2 (Rise of the Fallen) á smá stopp og munu tökurnar seinka um heilan mánuð. Aðstandendur þeirrar myndar hafa neitað að fara út í það hversu mikil áhrif þetta atvik hefur á framleiðsluna.
Það sem vitað er þó að tökuplan Transformers 2 sé mjög stíft og þarf að nýta hvern einasta tíma þar sem að gríðarlegur tími fer síðan í tæknibrellur og eftirvinnslu. Myndin er áætluð að koma í bíó í júní á næsta ári.
Þó svo að aðstandendur hafa gefið fram sitt „no comment“ á málið, þá er vitað að framleiðendur séu ekki mjög sáttir við hegðun 22 ára leikarans.
Þetta mun þó ekki vera í fyrsta sinn þar sem að Shia veldur pirringi hjá framleiðendum. Það gerðist fyrr þetta árið að hann uppljóstraði titil nýju Indiana Jones-myndarinnar á VMA hátíðinni án þess að fá leyfi til þess.

