Sex ný sýnishorn úr Megamind með Brad Pitt, Will Ferrell og Tina Fey

Teiknimyndin Megamind er væntanleg í bíó í desember nk. en í henni leika meðal annars Brad Pitt, Will Ferrell, Tina Fay og Jonah Hill.

Söguþráðurinn er eitthvað á þessa leið, í mjög stuttu máli: Ofurskúrkurinn Megamind nær loks að sigra erkióvin sinn, hetjuna Metro Man, en þegar frá líður finnst honum enginn tilgangur lengur í lífinu þegar hann hefur engan ofurhetju til að berjast við.

Hér að neðan má sjá sex ný sýnishorn úr myndinni. Góða skemmtun