Sean Bean í nýrri Death Race-mynd

Framhald af
yfirgengilega bílaeltingaleiknum Death Race er nú komið í framleiðslu og eru
framleiðendur búnir að fá afar áhugaverðan leikhóp í hana. Jason Statham er
hvergi að finna, en í staðinn eru leikarar eins og Sean Bean, Ving Rhames og Danny Trejo komnir um borð í mynd sem verður forsaga að fyrri myndinni.

Auk þess er
hinn skemmtilegi Luke Goss í hópnum, en hann mun leika hinn upprunalega
Frankenstein, hina goðsagnakenndu kappaksturshetju. Er karakter hans í fangelsi af því að hann myrti lögreglumann en fær
tækifæri til að verða stjarna í nýjum raunveruleikaþætti/kappakstri sem
fangelsisstjórinn telur að geti fært því auknar tekjur.

Því miður
fer þessi mynd, sem mun bera nafnið Death Race: Frankenstein Lives, að öllum
líkindum beint á vídeó, af einhverjum ástæðum, og þarafleiðandi líklega
töluvert minni í sniðum en sú fyrri, en leikaraliðið er þó ekki af verri
endanum. Tökur eru þegar hafnar í Suður-Afríku og verður áhugavert að fylgjast
með hvernig þetta ævintýri endar.