Scream persónur brýna kutana

Hrollvekjan Scream 6 kemur í bíó núna á föstudaginn og í tilefni af því birtum við hér persónuplaköt fyrir alla helstu leikara kvikmyndarinnar og stiklu þar að auki.

Ghostface í góðum gír.

Scream myndirnar hófu göngu sína árið 1996 og er flokkurinn því orðinn nærri þrjátíu ára gamall. Að auki hafa verið framleiddir sjónvarpsþættir, framleiddur Scream varningur og tölvuleikir.

Scream (1996)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.4
Rotten tomatoes einkunn 77%
The Movie db einkunn4/10

Einu ári eftir dauða móður Sidney Prescott, þá finnast tveir nemendur ristir á hol. Þegar fjöldamorðingi fer á kreik, þá fer Sidney að gruna að dauði móður hennar og hin tvö nýlegu dauðsföll, tengist með einhverjum hætti. Enginn er öruggur, nú þegar morðinginn byrjar að...

Var valin besta myndin á MTV verðlaunahátíðinni og Naomi Campbell var valin besta leikkonan á sömu hátíð.

Hrollvekjumeistarinn Wes Craven leikstýrði fjórum fyrstu kvikmyndunum en þeir Matt Bettinelli-Olpin og Tyler Gillett tóku við keflinu í Scream frá árinu 2022 og aftur í þessari nýjustu afurð.

Scream 2 (1997)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.3
Rotten tomatoes einkunn 82%
The Movie db einkunn5/10

Framhald hrollvekjunnar Scream. Myndin gerist tveimur árum eftir atburði fyrri myndarinnar. Sidney Prescott og Randy ganga nú í Windsor miðskólann. Þau reyna að halda áfram að lifa lífi sínu ... þar til nýtt Ghostface drápsæði byrjar. Með hjálp Dewey og Gale, þá þarf Sidney að...

.

Scream 3 (2000)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.7
Rotten tomatoes einkunn 41%
The Movie db einkunn6/10

Verið er að taka upp nýja kvikmynd, Stab 3, og morðingi gengur laus á sama tíma. Morðin vekja athygli sjónvarpsfréttamanns, fyrrum löggu og ungrar konu, sem mæta á upptökustað myndarinnar, sem er byggð á lífi þeirra sjálfra. Fljótlega átta þau sig á að þau eru í miðjum ...

Courtney Cox og David Arquette fengu Teen Awards fyrir samleik. Naomi Campbell var tilnefnd til MTV verðlauna fyrir bestan leik.

Scream 4 (2011)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.2
Rotten tomatoes einkunn 60%

Scream 4 gerist 10 árum eftir atburði síðustu Scream-myndar, en þá lauk hræðilegri atburðarás, þar sem Sidney Prescott var hundelt af morðingja sem kallaði sig Ghostface eftir draugslegri grímunni sem hann bar. Eftir að fjöldi ungmenna í bænum Woodsboro lét lífið náðist loks ...

Scream (2022)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.3
Rotten tomatoes einkunn 76%
The Movie db einkunn7/10

Tuttugu og fimm árum eftir að hrottaleg morðalda skók hinn annars rólega smábæ Woodsboro, þá hefur nýr morðingi sett upp Ghostface grímuna. Hann ræðst á hóp unglinga og myrk leyndarmál koma upp á yfirborðið. Til að leysa málið snýr Sidney Prescott aftur til bæjarins. ...

Scream 6 (2023)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.4
Rotten tomatoes einkunn 76%

Fjórir eftirlifendur úr morðæði Ghostface í Woodsboro fara úr bænum og byrja upp á nýtt í New York....

Þeir sem séð hafa myndina segja hana vera líklega til að slá í gegn: